Eru ósannindi falin í þögninni?

Nú ber eitthvað nýrra við þegar Pétur Blöndal, Ragnheiður Ríkharðsdóttir og Katrín Jakobsdóttir sameinast um gagnrýni sína á stjórnvöld.

Stöðugt fleiri verða nú til að gagnryna hversu lítinn þátt Alþingi tekur í mótun þess starfs sem inna verður af hendi til þess að ná þjóðarskútunni upp úr þeim öldudal sem hún er stödd í. Stýrivaxtahækkunin ein og sér segir ekki alla söguna og ekki hefur verið skýrt til hlítar hvaða tilgangi hún þjónar. Norskir hagfræðingar hafa gagnrýnt hana og reyndar varað við henni og fjölmargir Íslendingar, jafnt leikir sem lærðir, telja að hún hafi engin áhrif á krónuna.

Margir spyrja nú hvers vegna efnahagsáætlunin sé ekki rædd á Alþingi þegar þing Úkraínu og Ungverjalands virðast hafa tekið fullan þátt í umræðum um samskiptin við Alþjóða gjaldeyrissjóðinn. Þá er ýmsum spurn hvernig standi á því að mál Íslendinga taki svona miklu lengri tíma en málefni þessara ríkja.


mbl.is Þingmenn eins og afgreiðslufólk á kassa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband