Byltingarsjónvarp mbl.is

Mikið er oft gaman af sjónvarpi mbl.is. Það skyldi þó aldrei vera að Hörður Torfason yrði næsti forseti lýðveldisins?

Ríkisútvarpið og Árvakur eru í svipaðri stöðu. Stöð tvö og Bylgjan, sem núverandi framkvæmdastjóri Árvakurs átti þátt í að stofna, rýrðu hlut Ríkisútvarpsins og settu það í ærinn vanda enda er vart rúm fyrir tvo öfluga ljósvakafjölmiðla á Íslandi. Jón Ásgeir velgdi Árvakri undir uggum með því að ryðjast inn á markaðinn með ókeypis fréttablað

Stuðningsmenn Árvakurs og Ríkisútvarpsins ættu nú að snúa bökum saman og standa vörð um þessar merku stofnanir og leyfa Stöð tvö að engjast. Farið hefur fé betra.


mbl.is Raddir fólksins hjá saksóknara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband