Siðferði íslenskra viðskiptajöfra

Sigrún Davíðsdóttir, fréttaritari Ríkisútvarpsins í Bretlandi, er greind, skemmtileg og athugul kona. Í gær flutti hún athyglisverðan pistil í Speglinum þar sem hún fjallaði um David nokkurn Ross sem skaust upp á viðskiptahimininn, eignaist einkaþotu, studdi Íhaldsflokkinn og lánaði honum jafnvel þotuna.

Fyrir nokkru vaknaði grunur um vafasamt athæfi hans. Hann sagði sig þá úr stjórnum þeirra fyrirtækja sem hann sat í. Grunurinn einn dugði til þess.

Sigrún leggur síð'an út af þessari sögu og fjallar um gagnsæi í rekstri íslenskra fyrirtækja. Telur hún margt leggjast á eitt til þess að koma í veg fyrir að erlendir fjárfestar hafi lyst á að taka þátt í íslensku atvinnulífi; spillingin sé hér landlæg.

Á Spegilinn má hlusta hér:

http://dagskra.ruv.is/ras1/4450843/2008/12/17/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Bróðir hennar var aðstoðarmaður Davíðs Oddsonar og faðir hennar var fánaberi nasistaflokksins og bankastjóri. Já spillingin þrífst víða.

Ég hef líka verið að hlusta á pistla Sigrúnar, og mér finnst hún ekki alltaf vera að segja fréttir. Hún er meira fyrir að segja sínar eigin skoðanir. Það er í lagi, ef menn kalla það ekki fréttir.

Siðferði í fjármálageiranum á Íslandi hefur aldrei verið upp á marga fiska.

Þar hefur gilt sama reglan og víðar á Íslands: "Ég geri það sem mér sýnist".

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 18.12.2008 kl. 08:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband