Nína Margrét á ferð og flugi

Í kvöld var okkur hjónunum boðið á tónleika á heimili þeirra heiðurshjóna, Egils Rúnars Friðleifssonar og Sigríðar Björnsdóttur. Flutti þar Nína Margrét Grímsdóttir tónlist eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson, Mozart, Pál Ísólfsson, Chopin og Mendelson, en verk þessi leikur hún í Salnum á þriðjudagskvöld og í Rómaborg föstudaginn 27. þessa mánaðar.

Nína Margrét fer nú allvíða og flytur list sína. Í september hefur henni verið boðið að halda tónleika í 5 kínverskum borgum. Þar leikur hún bæði íslensk og kínversk píanólverk auk þekktra verka kunnra meistara.

Nínu Margréti og þeim hjónum, Agli Rúnari og Sigríði, eru færðar alúðarþakkir fyrir þessa ánægjulegu kvöldstund. Nínu Margréti er árnað allra heilla.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband