Fyrsti leiðsöguhundurinn á Alþingi

Það er vafalítið ýmsum söknuður í huga þegar Geir Haarde kveður sem þingmaður. Fylgja honum góðar óskir.

Það er gleðilegt að fyrsti leiðsöguhundurinn skuli tekinn til starfa á Alþingi. Nú ættu þingmenn að sameinast um að lögfesta samninginn um málefni fatlaðra sem undirritaður var fyrir tveimur árum. Þennan samning þarf að lögfesta hið fyrsta til þess að rétta hlut fatlaðs fólks í samfélaginu. Síðan þarf að endurskoða lögin um málefni fatlaðra og sjá til þess að þau verði virt með því að lögfesta viðurlög við brotum á þeim.

Löggjafinn hefur iðulega brotið á fötluðu fólki með lögum og frumvörpum þar sem gengið er þvert gegn hagsmunum fatlaðs fólks. Stafar það sjálfsagt af vanþekkingu og áhugaleysi. Nú síðast var það gert þegar frumvarp til laga um persónukjör var lagt fram. Sem betur fer verður frumvarpið ekki að lögum og vitað er að vegna athugasemda undirritaðs verða gerðar á því lágmarksbreytingar til þess að koma til móts við þarfir blindra og sjónskertra.

Fatlaðir þingmenn hafa öðru hverju átt sæti á Alþingi. Sárasjaldan hefur borið við að þeir hafi haft forgöngu um þjóðþrifamál fatlaðra. Helst var það Magnús Kjartansson. Aðra nefni ég ekki á nafn.

Vandi fatlaðs fólks er sá að áhugi á málefnum þess er sáralítill í samfélaginu. Þá sjaldan að bloggað er um þessi mál lesa færslurnar fáir og athugasemdir eru af skornum skammti.

Fatlað fólk er hluti íslensks samfélags og á rétt á að tillit sé tekið til þess.

Nú er enginn af æðstu embættismönnum stjórnkerfisins fatlaður. Það segir þá sorgarsögu sem ríkir hér á landi í garð hópsins.


mbl.is Geir kveður og X heilsar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband