Vanburða og veikt bankakerfi

Skrípaleikurinn í kringum sölu SPRON er með ólíkindum. Margeir Pétursson vildi kaupa útibúin á 800 milljónir og taldi sig hafa gert hagkvæman samning. Kaupþing hið nýja óttast að flestir fyrrverandi viðskiptamenn SPRON flykkist þangað á ný og leysi út innistæður sínar sem nema um 83 milljörðum. Það þolir Kaupþing hið nýja ekki.

Þetta sýnir í hnotskurn hvað íslensku bankarnir standa á veikum grunni. Lausnin er sögð sú að Kaupþing láti Margeir hafa innistæðurnar en hann láni síðan Kaupþingi þær aftur og þannig fari ekkert fé út úr bankanum. Kaupþing greiði s´ðan vexti af þessu öllu saman.

Ef þetta er ekki áframhald loftbóluhagfræðinnar, hvað er það þá? Froðuhagfræði?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband