Enn einn smánarbletturinn þveginn burtu

Það er Alþingi Íslendinga til sóma að hafa loksins samþykkt bann gegn kaupum á vændi.

Vændi hefur verið stundað hér á landi áratugum saman. Það hefur verið misjafnlega sýnilegt. Þeim, sem tekið hafa á móti erlendum ferðamönnum og fylgt þeim á gistíhús höfuðstaðarins, hefur þó sjaldan dulist sú staðreynd að vændi í einni eða annarri mynd hefur staðið mönnum til boða.

Vændi þrífst þí aðeins að eftirspurn sé eftir því. Vændið nærist á eymd og virðingarleysi.

Vonandi verður þessi löggjöf þess valdandi að hugsunarháttur fólks breytist og menn aðstoði þá einstaklinga sem leiðst hafa út í vændi fremur en að refsa þeim. Kaupendurnir eiga sér hins vegar sjaldnast nokkra málsvörn.


mbl.is Kaup á vændi bönnuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta hljómar eins og væmin stólræða frá miðri öld.

Axel (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 22:28

2 identicon

Í mínu ungdæmi voru boð og bönn.Það voru inn-og útflutningshöft. Það voru skömmtunarseðlar fyrir mörgu t.d. rjóma í lausasölu, gúmmískóm, öllum skóm, smjöri og þá að sjálfsögðu áfengi og spritt. Sterkur bjór fékkst ekki vegna þess að hann var BANNAÐUR. Bönn, bönn, bönn. Þá þreifst smyglið með skipunum og margar hugkvæmar leiðir fundnar til að koma í veg fyrir að tollararnir fyndu nokkuð.Konur gengu í nælonsokkum með saum frá ameríku og strákarnir vorum í nælonskyrtum sem ekki þurfti að strauja og svo stælbindi. Þá var kaninn og þá var vændi ( ástandið svo kallaða ). Smyglaðar sígarettur voru á hverju borði og þótti fínt í partíum ef gjestgjafinn bauð bæði vín og tóbak af rausn. Ekki var verra að þekkja einhvern sem vann á vellinum og kom í bæjinn um helgar. Ein 5 pela Wisky kostað 150 kall. Það er ekkert nýtt undir sólinni. Ekkert ósvipað ástand gæti skapast hér á landi aftur. Það eru gjaldeyrishöft, sem eru vísirinn að þessari stefnu, því íslendingar hafa ekki lengur efni á því að flytja inn gengdarlaust gerfiþarfir til að spóka sig með. Þetta með lánin er búið og nú verðu fólk að horfast í augu við hinn kalda raunveruleika. Bönn eru ekki til bóta. Það verða eflaust margir einstaklingar hér á landi , sem verða að nota elstu starfsgrein í heimi sér og sínum til framdráttar.

V. Jóhannsson (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 23:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband