Vensl og vanhæfi - Íslendingar á ystu nöf

Viðtal Ríkissjónvarpsins við Evu Joly var athyglisvert. Þar rakti hún m.a. ástæður þess að ríkissaksóknari er vanhæfur til starfans. Þótt ýmsum kunni að blöskra sá tilkostnaður sem rannsóknir á bankahruninu hafi í för með sér er þó deginum ljósara að ráðast verður gegn ríkjandi stjórnskipan.

Í viðtalinu kom einnig fram sú vanþekking sem er í raun hér á landi á jafnviðamiklu verkefni og bankahrunsrannsóknin er. Taldi Eva að engin málamiðlun dygði heldur yrði ríkissaksóknari að víkja og frekari breytingar yrði að gera á embætti sérstaks saksóknara. Voru tillögur hennar greinilegar og ættu að geta aukið skilvirkni starfsmanna.

Stundum vinnur stjórnkerfið á hraða snigilsins. Nú þarf að bretta upp ermarnar og breyta því sem breyta þarf til þess að árangur náist. Hverfi Eva Joly héðan og allt hjakki hér í sama farinu verður uppreisn. Almenningur verður hreinlega brjálaður og það að réttu.

Jafnmætur maður og Valtýr Sigurðsson ætti að sjá sóma sinn í að höggva á hnútinn ef stjórnvöld þora það ekki. Þar með ynni hann með almannaheill í huga. Hið sama ætti Gunnar Birgisson að gera.

Engin er eyland. Aðgerðir hvers og eins draga yfirleitt dilk á eftir sér sem hefur áhrif á fjölda fólks. Að því ættu menn að huga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband