Ţeyst um á Orminum bláa

Tveggja mana hjóliđ, Ormurinn blái, sem varđ 7 ára í okkar eigu í vetur og er af Thorn Discovery gerđ, hefur sjaldan fariđ í viđgerđ. Einu sinni var skipt um afturkrans á hjólinu og auđvitađ hefur veriđ skipt um dekk.

Í morgun komu ţeir í hafragraut, Kolbeinn tumi á 14. mánuđi og Árni, fađir hans á 40. ári. Ţar sem veđriđ var gott var Ormurinn blái dregin úr hýđi sínu, settur á hann barnastóll og lagt af stađ. Varđ ţá Ormurinn blái ađ ţriggja manna hjóli.

Árni átti erindum ađ gegna austur í Borgartúni. Var ákveđiđ ađ halda ţangađ og velja leiđ viđ hćfi ţví ađ farmurinn eđa farţeginn er ómetanlegt dýrmćti. Hjóluđum viđ sem leiđ lá eftir Ćgisíđustígnum, ţeim hluta hans sem er einungis ćtlađur hjólreiđamönnum. Fórum viđ fram úr ungri stúlku sem vék fyrir okkur til vinstri handar. Viđ gáfum í og ţeystum áfram ţar til komiđ var ađ mótum stígsins og Suđurgötu. Var ţá slegiđ af og haldiđ um háskólahverfiđ út á Hringbraut og ţađan eftir Snorrabrautinni og endađ í Borgartúni.

Ţá vorum viđ komnir svo austarlega ađ ákveđiđ var ađ líta viđ í Erninum, en viđ Ragnar Ţór Ingólfsson, reiđhjólasérfrćđingur og uppreisnarmađur innan VR, hövđum rćtt saman um endurnýjun ýmiss búnađar hjólsins. Er ekki ađ orđlengja ađ viđ fundum Örninn, hittum Ragnar og skildum Orminn eftir. Héldum viđ síđan til sama lands međ leigubíl, útbúnum barnastóli.

Kolbeinn litli Tumi var himinlifandi yfir ferđinni. Átökin voru nokkur og fékk undirritađur hlaupasting.

Greinilegt er ađ ég ţarf ađ ţjálfa mig betur er ég ćtla ađ hjóla austur í Vík í mýrdal á hausti komanda.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband