Góður orðstír

Áður en falast er eftir láni hlýtur að þurfa að kanna jarðvegin og það gerði Jóhanna Sigurðardóttir svikalaust.

Það má einnig túlka orð norska forsætisráðherrans sem svo að Norðmenn geti hugsað sér að aðstoða Íslendinga enn frekar standi Íslendingar við skuldbindingarnar í Icesve-málinu.

Naður nokkur ónefndur hafði samband við bróður sinn í Noregi og lýsti hrifningu sinni yfir því að Per Olav Luddteigen vildi hjálpa Íslendingum. Bróðirinn sagði að úr því að Per Olav hefði frumkvæði í málinu væri eins víst að ekkert yrði af neinu láni. Per Olav væri nefnilega jafnhugmyndaríkur og Ástþór Magnússon og hugmyndir hans virðast yfirleitt falla í fremur grýtta jörð hjá íslenskum stjórnvöldum.

Það er sárt að horfa upp á skömm Framsóknarflokksins í þessu máli og ekki bætir ritstjóri Morgunblaðsins hlut blaðsins með leiðaranum í dag.


mbl.is Kallaði á neikvæð viðbrögð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Svikalaust kannski en ekki hlutlaust ef þú skoðar spurningu hennar til samflokksmanns síns. Allt gert til þess að koma í veg fyrir jákvæða ferð Framsóknarmanna. Ekki mikið hugsað um hag lands og þjóðar heldur frekar óhag framsóknarflokksins. Spilling?

Guðmundur St Ragnarsson, 11.10.2009 kl. 20:48

2 Smámynd: Geir Hólmarsson

Þetta er kannski dæmigert fyrir málið í heild sinni.  Á meðan Höskuldur fór til Noregs og kynnti málstað okkar og leitaði leiða til lausnar á vandræðum okkar tékkar Jóhanna á málinu í tölvupósti.  Í þessu er svokölluð "skömm" framsóknarmannanna fólgin.  Einmitt.

Geir Hólmarsson, 11.10.2009 kl. 22:12

3 identicon

Hvað menn geta verið blindir, sérðu ekki að esb er bakvið allar hennar aðgerðir??

Ekkert má raska þeirri vegferð þó við almenningur blæðum.

Óskar (IP-tala skráð) 12.10.2009 kl. 11:48

4 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

Norðmenn voru löngu búnir að gefa út að við fengjum því aðeins lán að við tækjum til í okkar ranni fyrst.

Þráinn Jökull Elísson, 13.10.2009 kl. 22:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband