Hversu hæfir eru eru dómarar Hæsta réttar?

Ýmsir hafa orðið til þess að gagnrýna á hvern hátt dómarar við Hæstarétt Íslands eru skipaðir. Stundum þótti bera á því að dómstóllinn væri notaður sem tæki stjórnvalda til þess að ná fram tilteknum niðurstöðum. Hvort sem sú gagnrýni á rétt á sér eður ei er því þó ekki að neita að tengsl dómaranna við tiltekinn stjórnmálaflokk eru áberandi. Framganga ráðherra þessa sama flokks hefur og á stundum þótt orka tvímælis þegar þeir hafa gengið þvert gegn áliti umsagnaraðila (á einnig við héraðsdómstólana) og skipað skyldmenni valdamikilla flokksbræðra sinna í embætti.

Einn af tryggum lesendum þessara síðna sendi eftirfarandi athugasemd:

“Heill og sæll,

Ég hlustaði á upptöku af Silfri Egils frá 8da þessa mánaðar. Þar var fjallað talsvert um dóm Hæstaréttar (http://www.haestirettur.is/domar?nr=6174) í máli Vilhjálms Bjarnasonar gegn stjórn Glitnis. Þótti Sveini Valfells illa að dómnum staðið og stjórnum hlutafélaga gefið mikið vald.

Mér datt í hug að líta á dóminn og um margt sammála gagnrýnendum hans enda Villi kunningi minn.

Þá datt mér í hug að kanna hvaða dómarar kváðu upp dóminn. Í upphafi dóms Hæstaréttar segir svo:

"Mál þetta dæma hæstaréttardómararnir Árni Kolbeinsson, Garðar Gíslason, Gunnlaugur Claessen, Ingibjörg Benediktsdóttir og Markús Sigurbjörnsson."

Nú fór rannsóknablaðamaðurinn af stað til að kanna tengsl og vensl þessara manna við Stóra hrunflokkinn. Hér er niðurstaðan:

Árni Kolbeinsson var skipaður hæstaréttardómari hinn 5. sept. 2000 í tíð Sólveigar Pétursdóttur, ráðherra Sjálfstæðisflokks

Garðar Gíslason var skipaður hæstaréttardómari hinn 1. des. 1994 í tíð Þorsteins Pálssonar, ráðherra Sjálfstæðisflokks

Gunnlaugur Claessen var skipaður hæstaréttardómari hinn 6. feb. 2001 í tíð Þorsteins Pálssonar, ráðherra Sjálfstæðisflokks

Ingibjörg Benediktsdóttir var skipauð hæstaréttardómari hinn 5. sept. 2000 í tíð Sólveigar Pétursdóttur, ráðherra Sjálfstæðisflokks

Markús Sigurbjörnsson var skipaður hæstaréttardómari hinn 24. júní 1994 í tíð Þorsteins Pálssonar, ráðherra Sjálfstæðisflokks

Nú hlýtur að vakna sú spurning hvort nokkur þessara einstaklinga sé hæfur sem dómari í málum sem á einn veg eða annan tengjast embættisfærslum ráðherra er skipuðu þá.”


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband