Kínverjinn eftir Henning Mankell

Ég hef gaman af bókum Hennings Mankells. Sumar þeirra eru vel upp byggðar og höfundurinn virðist hafa lagt sig fram við að kynna sér aðstæður á þeim svæðum sem söguhetjurnar fara um.

vigfús Geirdal hefur þýtt flestar sögur Hennings, en söguna Kínverjann þýddi Þórdís Gísladóttir. Þýðingin er um margt allgóð, en þó eru afleitir sprettir í henni.

 

Henning Mankell boðar í þessari sögu ákveðna pólitíska skoðun sem ég hirði ekki um að skilgreina. Í þeim kafla sem fjallar um mikilvægan fund sem haldinn var á sumardvalarstað ráðamanna við Gula hafið, er öðru hverju minnst á "Gule keisarann". Ég hef ekki skoðað sænska frumtextann en getur verið að Þórdís hafi haldið að keisari þessi hafi verið af einhverri ætt sem nefndist Gule?

Hér er átt við goðsögulegan einstakling, sem kallaður er Huang-Di, Guli keisarinn, og sagður er hafa ríkt á árinum 2697 til 2597 eftir krist. Hann er talinn forfaðir allra Han-Kínverja og upphafsmaður margra hluta svo sem kínverskrar lækningalistar. Hann er enn tilbeðinn víða í Kína. Víða eru af honum líkneski og hof hafa verið reist honum til heiðurs.

Þórdís gerir margt vel og hefur m.a. tekið þátt í að gera ágæta útvarpsþætti. En heldur hefur hún kastað höndunum til þýðingarinnar og í raun eyðilagt hana með hroðvirkni sinni. Þórdísi hefði verið í lófa lagið að kanna betur ýmis atriði sem fjallað er um í sögunni í stað þess að treysta dómgreind sinnni í algerri blindni.

Þá eru ýmis nöfn í sögunni ranglega stafsett og kann að vera að Henning Mankell eigi þar nokkra sök. Þótt Kínverjinn sé um margt athyglisverð bók er ýmislegt sem orkar tvímælis hjá höfundinum og ekki bætir þýðingin úr skák.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband