Íhaldið geldur eigin gerða

Fróðlegt var að fylgjast með atkvæðagreiðslunni á Alþingi í gærkvöld og greinilegt að ýmsir töluðu þvert um hug sér. Sumir, einkum sjálfstæðismenn, fluttu ástríðuþrungnar ræður og var greinilegt á máli sumra þeirra að þeir mundu fátt af því sem gerst hefur í stjórnmálum undanfarinna ára.

Þegar forseti vor ákvað að synja fjölmiðlalögunum staðfestingar þvældust stjórnarflokkarnir fyrir svo að ekki var hægt að leggja frumvarpið í dóm þjóðarinnar. Þegar núverandi stjórnarflokkar lögðu fram frumvarp um þjóðaratkvæðagreiðslur í fyrravetur þvældust íhald og Framsókn fyrir svo að enn er hið sama upp á teningnum; menn geta reifað og rifist um það hvernig eigi að greiða atkvæði um lögin sem samþykkt voru á Alþingi í gærkvöld. Nú hafa þó orðið hlutverkaskipti. Hvernig skyldi standa á því? Hvort ætli ráði lýðræðisást eða valdagræðgi?

Hvernig sem á málið er litið stendur þjóðin nú á rústum óheftrar frjálshyggju og það verður þjóðarinnar að byggja upp sem útrásarvíkingunu leiðst að eyðileggja. Um daginn orðaði gamalreyndur sjálfstæðismaður það svo að fjárplógsmenn undanfarinna ára hefðu lagt sig í líma til þess að gera hvers konar reglugerðir og eftirlit opinberra stofnana tortryggilegt. Hann bætti því við að þeir sem stunduðu eðlileg viðskipti, þyrftu ekki að hafa áhyggjur af eftirliti stjórnvalda. Meginþorri útrásarvíkinganna óttaðist regluverk vegna þess að starfsemi þeirra einkenndist af myrkraverkum. Þetta mættu þeir muna sem ólmast nú sem mest vegna nýsamþykktra laga á Alþingi Íslendinga.


mbl.is Forseti tekur sér frest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Náskershirðin notaði fjölmiðla sína með linnulausum áráðri gegn fjölmiðlalögunum og margir létu blekkjast.

Þjóðaratkvæðagreiðsla um mál sem snertir einkaaðila sem stjórnar fréttaflutningi af og um málið, hefði orðið skrípaleikur.

Gunnar Th. Gunnarsson, 31.12.2009 kl. 12:58

2 identicon

"Nú hafa þó orðið hlutverkaskipti. Hvernig skyldi standa á því? Hvort ætli ráði lýðræðisást eða valdagræðgi?"

Ég held að það sýni nákvæmlega að það er einungis valdagræðgi sem stýrir, báðum meginn miðjunnar. Allir flokkarnir snúast eingöngu um að hanga á völdunum hvað sem það kostar. VG eru búin að sýna það og sanna með því að kasta öllum sýnum baráttumálum fyrir það eitt að hanga í stjórn, Samfylkingin hefur aldrei snúist um neitt annað en að komast til valda og í ESB og um hina tvo flokkana þarf ekkert að fjölyrða. 

Gulli (IP-tala skráð) 31.12.2009 kl. 13:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband