Færsluflokkur: Spil og leikir
Það er rétt og skylt að greina frá því sem vel er gert.
Samskipti mín við Tryggingastofnun ríkisins, Vinnumálastofnun og atvinnumiðlanir hafa verið með ólíkindum að undanförnu. Tryggingastofnum brást skjótt við breytingum á tekjuáætlun, ábendingum um skort á apgengi hefur verið tekið vel og svona mætti lengi telja. Hið sama á við um fyrirtækið Tölvumiðlun, sem hannað hefur ráðningakerfi sem margir notast við. En þar er ákveðinn þröskuldur sem skjálesarar geta ekki yfirstigið.
Skilningur vex
Viðhorf til viðskiptamanna hafa tekið miklum breytingum á undanförnum árum. Ber þar margt til: opnari samskipti með tilkomu Netsins, betri fræðsla starfsmanna og aukinn áhugi á að starfa að markmðum sem sett hafa verið. Þannig hafa starfsmenn Tryggingastofnunar gjarnan skráð hjá sér athugasemdir sem undirritaður hefur gert.
Ég hef áður minnst á það á opinberum vettvangi hversu knýjandi nauðsyn ber til að fjallað verði um upplýsingaaðgengi blindra og sjónskertra á opinberri ráðstefnu eins og þeirri sem Öryrkjabandalagið efndi til árið 2003. Einstaklingur, sem á sér í raun engan sérstakan bakhjarl, getur ekki að eigin frumkvæði blásið til slíks fundar, en það geta stór og fjölmenn samtök gert.
Alþingi brást
Alþingi hefur gersamlega brugðist í upplýsingaaðgengi fatlaðra. Þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar árin 2007-2013 og samræður við ónefnda þingmenn var málið þæft með þeirri þrætubókarlist sem sumir hafa lært af lögfræðingum og ekkert gerðist. Þó er löggjöf ýmissa nágrannaríkja okkar í þessum efnum lýsandi dæmi um það sem Íslendingar geta gert.
Námi ábótavant
Ég óttast að lítið sé fjallað um aðgengi þegar kennd er hugbúnaðargerð. Sem dæmi má nefna hið ágæta fyrirtæki Stokk sem hannar forrit í snjallsíma og spjaldtölvur. Þeir vissu fyrir skömmu lítið sem ekkert um hvað aðgengi var. Þeim hefur verið bent á annmarka í forritum sem Stokkur hefur hannað og ekkert bendir til að mark hafi verið tekið á þeim ábendingum. Hið sama á við um Símann og önnur fyrirtæki sem hanna snjallsímaforrit og nýjasta dæmið er Útsvars-smáforritið, þar sem skortir talsvert á aðgengi. Í raun og veru brýtur Ríkisútvarpið lög með því að auglýsa forritið í þáttum sínum.
Þessi vettvangur er e.t.v. ekki sá heppilegasti fyrir þessa umræðu og þeir eru ekki margir lesendur í netheimum sem hafa áhuga á þessum málaflokki og deila pistlum um þetta sérstaka málefni með vinum sínum. en þó verður leitast við að hamra járnið á meðan það er að hitna.
Spil og leikir | 30.4.2015 | 10:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ásarnir voru óspart nýttir til þess að breyta um spil og var breytt ótt og títt úr spaða, þá í lauf, því næst í tigul, hjarta o.s.frv. Allt í einu sagði Kolbeinn Tumi: "Ég breyti í frosk."
Spil og leikir | 8.8.2010 | 19:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 319741
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar