Ólánsmál

Var ekkiLandsréttur andvana fæddur? Dómnefndin skilaði tillögum um dómara þar sem konur voru í minnihluta og dómsmálaráðherra greip til sinna ráða. Meirihluti þingsins samþykkti gjörninginn án teljandi athugasemda og síðan hófust sumarleyfin. Hér er á ferðinni dæmigerð íslensk stjórnsýsla þar sem hrapað er að hlutunum. Þótt framganga dómsmálaráðherrans sé síst til eftirbreytni mætti Alþingi huga betur að eigin gjörðum og hegðun í þessu máli. Í raun þyrfti að ógilda lögin um Landsrétt og taka allt ferlið til endurskoðunar.


Bloggfærslur 6. mars 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband