Lélegt hljóðskraut

Eiríkur Guðmundsson, einn umsjónarmanna Víðsjár á rás 1, skreytir stundum pistla sína með aukahljóðum. Yfirleitt mistekst honum þetta hljóðskraut. Í dag var flutt eftir hann dagbókarbrot sem fjallaði um þá ákvörðun forseta vors að undirrita ekki Icesave-lögin. Undir var leikinn enskur eða bandarískur slagari sem truflaði mjög hlustendur sem vildu njóta textans. Skotið var inn fleiri slögurum sep vart varð heyrt að hentuðu efninu nema þá til þess að koma ábyrgum Íslendingum í enn verra skap en forsetanum hafði tekist.

Síðar í þættinum var flutt hljóðverkið Moldvarpa í Paradís sem Pan Thorarensen hljóðskreytti. Hljóðverkið var í sjálfu sér í lagi en var algerlega óskylt efni pistilsins. Á meðan Magnús Björn Ólafsson (vona að ég fari rétt með nafnið) flutti ræðuna var rafhávaði undir og þeir, sem farnir eru að heyra illa, hafa vart heyrt neitt af því sem Magnús las.

Það er góðra gjalda vert að útvarpa hljóðmyndum og mætti undirritaður kannast við það og þakka þau tækifæri sem hann hefur fengið. En tilgangurinn með hljóðmyndum og skreytingum þarf að vera lós.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband