Grafalvarlegar rangfærslur BBC

Stjórnarandstaðan ber höfuðábyrgð á því hvernig komið er nú fyrir Íslendingum. Þótt ábyrgð forsetans sé talsverð hefur íhaldinu, Framsókn og nafnlausa flokknum tekist að hneppa hann í fjötra sem vandséð er að hann losni úr. Nú ríður á að leiðrétta þann misskilning sem fer hamförum um heimsbyggðina.

Breska útvarpið sló því upp í yfirliti sínu nú áðan að þekkt matsfyrirtæki hefði sett Ísland í ruslflokk eftir að ákveðið hefði verið að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort Íslendingar ætli sér að greiða Icesave-skuldirnar.

Málið snýst ekki um hvort greitt verði heldur hversu lengi og sumt af því sem deilt er um líkist deilunum um keisarans skegg.

Nú þurfa allir fréttaritarar erlendra fréttaveitnahér á landi að taka höndum saman og allir forystumenn menningar- og vináttusamtaka sem einhvers eru megnug og leiðrétta þennan misskilning.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband