Veggir með eyru

Í dag flutti Útvarpsleikhúsið leikritið Veggi með eyru eftir Þorstein Guðmundsson. Fjallar það um unga mann, sem er atvinnulaus og langar til að verða útvarpsmaður. Hann tekur sér fyrir hendur að taka viðtal við aldraða konu sem hlustar á nágranna sína á neðri hæðinni með því að liggja á gólfinu.

Hljóðmynd leiksins var hreinasta afbragð. Pilturinn hélt á hljóðnema og heyrðist öðru hverju þegar hann fitlaði við hann. Þá var umhverfið allt mjög sannfærandi. Einnig voru hljóðin af neðri hæðinni eðlilega kæfð rétt eins og maður getur ímyndað sér að óreyndu hvernig sé að liggja á hleri og hlusta á það sem gerist á neðri hæðinni.

Þótt gefið sé í skyn að ekki sé allt sem sýnist á milli konunnar og hjónanna á neðri hæðinni náðist ekki að skapa spennu í leiknum. Leikurinn fjaraði því út í hálfgerðum vandræðagangi.

Leikverk þetta er mjög virðingarverð og frumleg tilraun. Talsvert vantar þó í uppbyggingu þess. Fátt óvænt gerist og hlustendur verða því óneitanlega fyrir vonbrigðum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband