Útgefandinn heldur því einnig fram að blaðið hafi gætt hlutleysis (betra hefði verið aðnota orðið hlutlægni) í fréttaskrifum sínum.
Hann heldur áfram og segir berum orðum að leiðarar Morgunblaðsins séu nú meira lesnir en áður og kann það að vera rétt. Ein skýringin er væntanlega sú að menn vilji þekkja andstæðinginn þegar á hólminn er komið og annar ritstjóranna hefur ekki ævinlega farið alfaraleiðir við að afla sér vinsælda.
Margir hafa á tilfinningunni að fréttaskrif Morgunblaðsins mótist nokkuð af því að hlífa vinum annars ritstjórans og væri hægt að nefna um það ákveðin dæmi að málefni þeirra rata ekki inn á síður blaðsins fyrr en aðrir fjölmiðlar hafa fjallað um þau.
Á meðan Morgunblaðinu hrakar blómstra DV og Viðskiptablaðið. Á Eyjunni birtist í gær pistill sem skýrir þetta betur en víðast hefur verið gert. Þar er vitnað í Þórð Snæ Júlíusson, blaðamann, sem fór frá Morgunblaðinu þegar nýir ritstjórar tóku þar við. Í grein sem Þórður ritar í tímaritið Grapevine líkir hann ráðningu annar ritstjórans við að sakamaður væri skipaður í Hæstarétt. Þórður lýsir síðan því hvernig annar ritstjórinn sé í hlutverki þess er býr til söguna enda hafi hann talsverðan áhuga á því hvernig sagan verði skrifuð. Segir hann m.a. að hann hafi í raun aldrei unnið raunveruleg fjölmiðlastörf og þekki lítið til starfshátta þar. Harmar hann hvernig Morgunblaðinu hraki og þau skilyrði sem hæft starfsfólk þarf að búa við undir stjórn óhæfs ritstjóra.
Væntanlega les Óskar Magnússon þennan pistil af kostgæfni. Hann veltir því væntanlega einnig fyrir sér hvernig blaðinu hefur hrakað á fleiri sviðum en þeim sem nefnd hafa verið hér að framan.
Þessi pistill er ritaður vegna þess að mér þykir vænt um Morgunblaðið og harma örlög þess. Þess vegna fylgir pistill Eyjunnar samantekt þessari.
13.1, 2010
- 35 ummæli »
Þórður Snær: Eins og að setja útrásarvíking í Hæstarétt
Einn af blaðamönnunum sem hafa skorið sig úr eftir hrunið er Þórður Snær Júlíusson. Hann var í hópi þremenninga sem skrifuðu viðskiptafréttir í Morgunblaðið, en hvarf þaðan eftir ráðningu Davíðs Oddssonar ásamt Björgvini Guðmundssyni og Þorbirni Þórðarsyni. Þeir voru stundum nefndir skytturnar þrjár fyrir mjög vasklega framgöngu í fréttaskrifum af hrunverjum og útrásarvíkingum. Þórður Snær og Björgvin eru nú blaðamenn á Viðskiptablaðinu.
Þórður Snær tjáir sig um atburði síðasta árs í nýjasta tölublaði Grapevine og fjallar þar meðal annars um ráðningu Davíðs Oddssonar á Morgunblaðið. Yfirskrift greinar hans er An Invitation to Historical Forgery. Þar segir meðal annars:
The first thing that comes to mind about 2009, as a sort of a milestone event for the year, is the hiring of Davíð Oddsson as editor for Morgunblaðið. It can
reasonably be lienet to a bankster being appointed to the Supreme Court to rule on his own case. Fittingly, the historical analyses that have been appearing in Morgunblaðið over he past few months seem to be put forth by a man that has a great interest in how history is written, and that it will be written in a certain way entirely ignoring how far from reality those writings are.
Aside from that, Davíð has never worked a real job in the media, and thus has neither the knowledge nor the experience to lead any part of it. It is unfair to the journalists of Morgunblaðið to work under a man who knows the answers to most of their questions, but neither can nor will answer them. As a former employee of Morgunblaðið I find it very sad to witness how the newspaper has evolved over the past few months, and the circumstances its able professionals are forced to work in. Alas, private companies can
hire whomever they want to hire.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 14.1.2010 | 08:31 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 319698
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þessi pistill Þórðar Snævar er dæmigerður rógspistill um Davíð Oddsson, sem hafa birst reglulega um þann mæta mann.
Sem áskrifandi að Mogganum í áratugi, er ég himinlifandi yfir nýju ritstjórunum og þeim stakkaskiptum, sem blaðið hefur tekið á öllum sviðum.
Það er langt síðan blaðið hefur verið eins ferskt og hressandi og það er einmitt núna.
Axel Jóhann Axelsson, 14.1.2010 kl. 08:59
Fer það nú Þórði Snæ að tala um útrásarvíkinga - vann hann ekki sjálfur einmitt fyrir slíka þegar Mogginn var í eigu Björgólfanna og ESB daðrið var í hámarki.
Hvernig er hægt að taka mark á svona mönnum Arnþór ? - þú ert nú skynsamari en svo !!
Ég er sammála Axel hér að ofan - Moggin hefur tekið stakkaskiptum síðustu mánuði - til mikils batnaðar og aldrei hef ég verið eins stoltur af skrifum þess og einmitt nú !!
Sigurður Sigurðsson, 14.1.2010 kl. 09:39
Það er hreint með ólíkindum hvað menn eru uppteknir af "afbrotum" Davíðs Oddssonar.
Ég hef þá kenningu að kratar og kommar óttist ekkert eins og að karlinn snúi aftur í pólitíkina. Þá mættu sko smáfuglarnir fara að vara sig, því það finnst vart nokkur pólitíkus í landinu með bein í nefinu síðan Ingibjörg Sólrún dró sig í hlé.
Í ljósi þess er vel skiljanlegt að menn hafi innantökur af skelfingu þegar hrokknir lokkar (gráir að vísu) birtast við sjónarrönd!!
Flosi Kristjánsson, 14.1.2010 kl. 19:31
Hverjir tala máli banksteranna hér á landi nú Arnþór? Eru það ekki vinstrimenn?
Ég ætla ekki að mæla Davíð bót né afneita sögunni, en þau mál sem við glímum við nú rísa ofar persónulegum krytum og hatri. Vonandi sýnir þú þann þroska að skilja það. Ég efast raunar ekkert um það. Þetta er baa kækur, sem menn eiga erfitt með að losa sig við eftir áratugi í andstöðu við hægriöflin.
Vonandi líður fjórflokkurinn undir lok og við taki málefnalegra kerfi. Nú eru allir búnir að fá upp í háls af þessu þrasi.
Jón Steinar Ragnarsson, 15.1.2010 kl. 05:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.