Þegar einhver vænir annan um heimsku fer það næst því að játa sig rökþrota. Það er jafnvel hægt að rökræða við meinta heimskingja og óþroskað fólk eins og börn sem fallast iðulega á rök hinna fullorðnu séu þau sett fram með þeim hætti sem þau skilja.
Sá sem ritar pistlana á þessari síðu er með þeim ósköpum gerður að hann skilur ekki einatt þótt skelli í tönnum því að rökin skortir. Og þá er best að koma að kjarna málsins og svara fyrir sig og aðra sem eru sömu gerðar:
Þegar ´núverandi ástand á Íslandi er greint hljóta menn að leita orsakanna. Þá líta menn gjarnan til þess hverjir sátu á valdastólum þegar grunnurinn var lagður að núverandi ástandi. Þrír valdamestu stjórnmálamenn landsins um síðustu aldamót hétu Davíð Oddsson, Geir Haarde og Halldór Ásgrímsson, hér taldir upp í stafrófsröð, allt ágætir menn sem undirritaður hefur átt nokkur samskipti við. Þeir tóku hver með sínum hætti þátt í að móta þær ákvarðanir sem leiddu til heimildar til framsals kvótans, sölu bankanna og þess hrunadans sem hófst í kjölfar þess.
Það er engin furða þótt ýmsum blöskri þegar einum þessara stjórnmálamanna er boðinn ritstjórastóll eins áhrifamesta fjölmiðils landsins, ekki vegna þess að maðurinn sé ekki hæfur stjórnandi heldur vegna hins að hann tók þátt í undirbúningi þess sem varð og getur því aldrei skrifað um ástandið í þjóðmálum með þeim hlutlæga hætti sem ætla verður ritstjóra Morgunblaðsins, blaðs allra landsmanna.
Leiðarar Morgunblaðsins hafa löngum verið umdeildir og ritstjórarnir einatt farið sínu fram þvert gegn vilja framkvæmdastjora Árvakurs. Þannig var það víst um stuðning Morgunblaðsins við innrásina í Írak. En sá ritstjóri, sem þar vélaði um, verður ekki vændur um að hafa ekki skipt um skoðun og það fór ekki dult með það. Hið sama verður vart sagt um annan þeirra ritstjóra sem nú eru við völd á Morgunblaðinu.
Sú skoðun að ádeila á hendur tilteknum mönnum stafi af hræðslu við að þeir komist á ný til valda á vart rétt á sér. Halda mætti að þeir, sem halda slíku fram, telji að einungis sé rétt að gagnrýna þá sem menn eru hræddir við. Hins vegar er hvorki rangt né óviðeigandi að gagnrýna siðblindu þess sem kallar sig útgefanda Morgunblaðsins og ritstjórans, þess fyrrnefnda fyrir að ráða fyrrverandi stjórnmálamann til starfsins, sem mikill hluti þjóðarinnar telur sig eiga ýmislegt vantalað við og hins síðarnefnda fyrir að taka tilboðinu og þekkja ekki sinn vitjunartíma.
Stjórnandi þessarar síðu hugleiddi um áramótin að láta af þessum skrifum og loka blogginu. Eftir á að hyggja kærir hannsig ekki um að láta hina vitru þagga niður í sér og því munu enn verða höfð uppi heimsks manns ráð. Þeir, sem þola ekki skrifin, geta þá kennt eigin afglöpum um lesturinn eins og höfundur þessa pistils kennir eigin heimsku um að lesa jafnan leiðara Morgunblaðsins upp á síðkastið.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 17.1.2010 | 13:36 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 319699
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll, Arnþór. Mig langar að spyrja þig: Getur þú ímyndað þér betri penna til að halda staðfastlega á lofti málstað okkar Íslendinga í Icesave-málinu heldur en þann Davíð Oddsson, sem hefur skrifað magnaðar greinar um það mál um margra vikna skeið? Hefðir þú frekar viljað hafa áfram við stjórnvölinn hr. Ólaf Stephensen, málsvara innlimunar Íslands í Evrópubandalagið? Er ekki nóg, að Rúv- og 365-veldin séu á þeirri ömurlegu línu?
Jón Valur Jensson, 17.1.2010 kl. 14:25
Ég held því fram að ráðning Davíðs Oddsonar sem annars ritstjóra Morgunblaðsins hafi skipt sköpum fyrir umræðuna í landinu og þar með lýðræðið. Fyrir komu Davíðs var ástandið þannig, að ég íhugaði að hætta öllum skrifum um þjóðfélagsmál. Í raun voru allir miðlar lokaðir fyrir öðrum skoðunum en þeim sem hugnuðust ríkisstjórninni og ríkis-elítunni.
Þetta ástand varðaði til dæmis inngöngu í Evrópusambandið, undirgefni við nýlenduveldin og uppgjöf fyrir veðurfarsflónskunni. Öll varða þessi mál ofríki ríkjandi rétthugsunar. Skoðanakúguninni hefur verið aflétt og aðkomu Davíðs að Morgunblaðinu er að miklu leyti hægt að þakka fyrir það. Víðsýni og þekking mun sigra í öllum þessum málum, þótt mikil barátta sé enn framundan.
Loftur Altice Þorsteinsson, 17.1.2010 kl. 15:44
Það er einkennilegt hvað sumu fólki er uppsigað við Davíð Oddson. Hann stal engu, hann barði engan, hann sparkaði ekki í neinn. Hann sagði það sem átti að segja þegar hann var forsætisrápherra og hann sagði það oftast umbúðalaust, og ég held að það eigi að tala þannig til að forðast misskilning. Það er að koma betur og betur í ljós að hann sagði ekkert annað en það sem rétt var, sem Seðlabankastjóri á þeim örlaga tímum þegar pottaglamrarar og grjótkastarar Steingríms réðu ríkjum í Reykjavík. Það sem er að Davíð er að hann er betur gefin og betur máli farin en allir vinstri menn saman lagt og það er það sem þá svíður undan og óttast. Það lýsir vel kjánaskap vinstri manna, að gera upphlaup út af því að maður sem hefur verið ráðherra og svo bankastjóri er ráðin ritstjóri við dagblað. Það er ekki verið að tala um einhvern tukthúslim eð siðblindan laumu þjóf. Það er verið að tala um einn af þegnum þessa lands.Takk fyrir tækifærið Hrólfur Hraundal
Hrólfur Þ Hraundal, 17.1.2010 kl. 18:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.