Skjótt skipast veður í lofti.
Í leiðara Morgunblaðsins í dag er farið fremur háðulegum orðum um þær áætlanir stjórnvalda að fyrna kvóta á tilteknu árabili og því haldið fram að vegið sé að grundvelli lífskjara í sjávarbyggðum landsins og í raun Íslendinga allra.
Það fór ekki framhjá neinum sem fylgdust með fréttum í þessari viku að málflutningur þeirra, sem sóttu baráttufundinn í Vestmannaeyjum um kvótakerfið byggðist að mestu á gífuryrðum og alhæfingum. Bæjarstjóri Vestmannaeyinga fullyrti að fyrna ætti samvélagið í Vestmannaeyjum.
Ýmsir myndu fagna því að samfélag Vestmannaeyinga yrði fyrnt. Þó er víst að menn yrðu aldrei sammála um hvað fyrna skyldi.
Íslenska lénsfyrirkomulagið
Kvótakerfið í núverandi mynd er meinsemd í íslensku samfélagi. Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn hafa gengið fram fyrir skjöldu til þess að koma í veg fyrir að sátt náist um breytingar á því. Þegar svo er komið að nokkur hluti svokallaðra kvótakónga, sem eiga ekki kvótann heldur hafa afnot af honum, leigir hann frá sér í stað þess að nýta hann, er nýtingarétturinn í raun horfinn.
Framsalsheimildir kvótans eru sennilega orsök þess ástand sem nú ríkir í íslensku samfélagi og forsendur þess gleypugangs sem varð Íslendingum að falli. Það er því lífsnauðsynlegt íslensku þjóðinni að kvótakerfið verði lagt af í sinni núverandi mynd. Fyrningarleiðin, sem stjórnvöld tala nú fyrir, er í raun sú eina sem fær er. Hún er bæði sanngjörn og í anda hinnar frjálsu samkeppni sem forystumenn soðningaríhaldsins tala jafnan fyrir á öllum öðrum sviðum en kvótakerfinu. Kvótakerfið hefur leitt til eins konar lénsskipulags þar sem lénsdrottnar mergsjúga leiguliða sína. Slíkt miðaldaskipulag á að heyra sögunni til.
Málsvari soðningaríhaldsins
Ritstjórar Morgunblaðsins höfðu um árabil skoðanir á kvótakerfinu sem gengu þvert á hagsmuni LÍÚ. Þegar núverandi eigendur tóku við Árvakri sáust vangaveltur um að senn mætti vænta breytinga á stefnu Morgunblaðsins í málefnum sjávarútvegsins. Hvorir skyldu nú ráða ferðinni, eigendurnir eða ritstjórarnir, eða voru ritstjórarnir ráðnir til þess að þóknast skoðunum eigendanna?
Meirihluti þjóðarinnar er mjög gagnrýninn á kvótakerfið. Afturhaldsöfl íslensk þjóðfélags ganga nú fram fyrir skjöldu og sýna hið rétta eðli sitt. Þau reyna að slá skjaldborg um eignarrétt sem enginn er.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 23.1.2010 | 18:56 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
-
alla
-
axelthor
-
arnibirgisson
-
ormurormur
-
astafeb
-
bjarnihardar
-
gattin
-
dora61
-
saxi
-
jaherna
-
jovinsson
-
fjarki
-
gislisigurdur
-
gudni-is
-
gelin
-
gummigisla
-
heidistrand
-
helgigunnars
-
hildurhelgas
-
himmalingur
-
hoskibui
-
isleifur
-
jakobk
-
fun
-
jonhalldor
-
jon-o-vilhjalmsson
-
nonniblogg
-
juliusvalsson
-
kje
-
kristbjorggisla
-
methusalem
-
mortenl
-
moguleikhusid
-
skari60
-
rafng
-
ragnar73
-
fullvalda
-
duddi9
-
siggisig
-
saemi7
-
vefritid
-
thorirj
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gott kvöld Arnþór. Vel valið orð hjá þér gleypugangur eins og mörg önnur í greininni þinni.
Aðalerindi mitt við þig er þó að þakka góð eftirmæli þín um Martein organista sem ég las í morgun eða gærmorgun og fleiri góð eftirmæli eftir þennan snjalla eljumann sem hann var.
Óska þér gæfuríks árs. Hittumst heilir, það endar vonandi með því að ég kem mér á Iðunnarfund.
Kveðja til ykkar Elínar frá Heiðmari
IHJ (IP-tala skráð) 23.1.2010 kl. 21:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.