Þegar ég spurði lát hans fannst mér sem tíminn stöðvaðist um stund og þögn legðist yfir. En hjól tímans fór aftur að snúast og erillinn hófst.
Í desemberbyrjun árið 1979 kom ég frá Finnlandi en þar hafði ég verið á merkri ráðstefnu um málefni blindra. Fyrir dyrum stóðu vetrarkosningarnar sem urðu undanfari þess að Gunnar Thoroddsen myndaði ríkisstjórn. Ég hlýddi á umræður stjórnmálaforingjanna og var ekki viss um hvað kjósa skyldi fyrr en ég hlýddi lokaorðum Steingríms Hermannssonar. Hann var eini leiðtoginn sem lagði áherslu á málefni fatlaðra. Teningunum var kastað. Þennan mann ætlaði ég að kjósa og flokkinn hans.
Ég sveiflaðist mjög á þessum árum og leitaði leiða til þess að hasla mér völl innan ákveðins stjórnmálaflokks. Leikar fóru svo að ég gekk í Framsóknarflokkinn veturinn 1981 og varð það ekki öllum fagnaðarefni því að ýmsum og þar á meðal framkvæmdastjóra flokksins þótti ég of vinstrisinnaður. En fátt í stefnu hans var andstætt skoðunum mínum og tilgangur minn var fyrst og fremst sá að berjast fyrir málstað fatlaðs fólks á Íslandi því að ég vissi að það þyrfti að eiga sína málsvara innan allra flokka og ég valdi Framsóknarflokkinn því að Steingrímur var formaður.
Vissulega vorum við ekki ævinlega sammála og ég var óvæginn í gagnrýni minni. Eftir einn fund sem var ærið stormasamur sagði ég við hann að ég dáðist að því hvernig hann tæki gagnrýni í flokknum. Ég hef alltaf talið það veiklyndi að rökræða ekki við fólk og stundum tekst mér að sannfæra það. Ég verið að segja það að ég læt líka sannfærast, svaraði hann.
Þegar ég settist í stjórn Öryrkjabandalags Íslands skynjaði ég að ekki mætti láta flokkshollustu ráða gjörðum forystumanna hagsmunasamtaka og fylgdi í þeim efnum dæmi Odds Ólafssonar, læknis á Reykjalundi og þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Vegna þess að ég var málkunnugur Steingrími urðu samskipti Öryrkjabandalagsins við ríkisstjórnina einatt býsna óvægin en málefnaleg, held ég eftir á. Árangurinn varð reyndar ótrúlegur og í huga mínum eru árin 1983-87 eitthvert mesta framfaraskeið í málefnum fatlaðra hér á landi. Steingrímur forsætisráðherra og Alexander Stefánsson félagsmálaráðherra. Hvor þeirra hafði einlægan áhuga á að þoka málefnum fatlaðra áleiðis og Steingrímur beitti sér vissulega þegar til stóð að skerða framkvæmdasjóð fatlaðra allverulega í fjárlagafrumvarpinu fyrir árið 1987. Þá tókst Öryrkjabandalaginu og Landssamtökunum Þroskahjálp að hrinda þeirri atlögu að mestu leyti og það var ekki síst að þakka hinu góða sambandi Steingríms við þjóð sína.
Á þessum árum var lagður grunnur að þeirri miklu þróun sem orðið hefur á sviði endurhæfingar. Er Starfsþjálfun fatlaðra, sem menn kalla nú Hringsjá, eitthvert gleggsta dæmi þess.
Þegar síðasta ríkisstjórn Steingríms var mynduð árið 1988 varð Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra. Jóhanna er, sem allir vita, ötul baráttukona og svo mjög að eitthvað varð undan að láta. Formenn Öryrkjabandalagsins og Þroskahjálpar létu sér á þessum tíma ekki allt fyrir brjósti brenna og ætluðust til gagnkvæms skilnings og virðingar af hálfu stjórnvalda og samtakanna og í heilmikla brýnu sló með þeim og félagsmálaráðherra. Þegar allt var komið í einn harðan rembihnút voru engir kostir í stöðunni aðrir en að leita á fund Steingríms o biðja hann að höggva á hnútinn. Var honum boðið í léttan málsverð í fundarherbergi Öryrkjabandalagsins og málin reifuð. Varði hann félagsmálaráðherra sinn og sagðist halda að málaflokknum væri mun verr kominn eff fatlaðir Íslendingar ættu sér ekki jafnötulan talsmann. Að lokum féllst hann á að miðla málum og gerði það með svo eftirminnilegum hætti að allir undu glaðir við sitt.
Mér eru einnig minnisstæðar ferðir okkar Jóhanns Péturs Sveinssonar á fund Steingríms til þess að leita liðsinnis hans. Eftir miklar rökræður var einatt slegið á létta strengi og notaði þá Steingrímur iðulega tækifærið til þess að ræða einstök mál sem voru á döfinni í flokknum og skamma okkur fyrir afstöðu okkar. Urðum við þá að standa fyrir máli okkar og höfðum gott af.
Eftir að Steingrímur hætti afskiptum af stjórnmálum áttum við dálítil samskipti og þau jafnan góð. Þegar ofsi stjórnvalda gegn Öryrkjabandalaginu var sem mestur í upphafi aldarinnar leituðum við til Steingríms og áttum við Garðar Sverrisson við hann afar athyglisvert viðtal sem birtist í Tímariti Öryrkjabandalags Íslands þar sem hann ræddi viðhorf sín. Enn sem fyrr var hann góður liðsmaður.
Eftir að Steingrímur hvarf af vettvangi sem formaður Framsóknarflokksins varð ýmsum ekki vært þar lengur. Leikar fóru svo að margir þeirra yfirgáfu Framsóknarflokkinn og sjá fæstir eftir því miðað við það sem á eftir fór.
Minningargreinar Morgunblaðsins lýsa vel þeim kostum sem Steingrímur var búinn. Einlægast er þó ljóð Guðmundar sonar hans í upphafi og lýsir þeim söknuði sem hlýtur að búa innra með fjölskyldunni. Pistli þessum lýk ég með einlægum samúðarkveðjum til fjölskyldu Steingríms Hermannssonar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 9.2.2010 | 22:32 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 319697
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.