Síðan segir: Nú hefur Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, lagt fram á Alþingi nýtt lagafrumvarp um fjármálafyrirtæki. Fyrsta umræða um það fór fram á Alþingi hinn 29. janúar sl. Áður hafði ráðherrann kynnt efni þess á opnum fundi sem almenningur átti aðgang að og er það til fyrirmyndar.
Frumvarp þetta er gott innlegg í umræður um endurreisn bankanna. Styrkleiki þess er sá að þar er tekið á ýmiss konar innri vandamálum í rekstri bankanna sem hrun þeirra afhjúpaði. Rík viðleitni er til þess að efla lagaheimildir Fjármálaeftirlitsins og er það af hinu góða.
Styrmir segir að frumvarpinu sé ætlað að fylgja eftir ýmsum ábendingum Finnans Kaarlo Jännäri sem ríkisstjórn Geirs H. Haarde fékk til þess að taka saman skýrslu um íslensku bankana og gera tillögur um úrbætur. Veikleiki frumvarps Gylfa Magnússonar sé hins vegar sá að þar sé ekki tekið á grundvallaratriði þessa máls. Þar er ekki lagt til að skilja að starfsemi viðskiptabanka og fjárfestingarbanka.
Eini þingmaðurinn sem vakti athygli á þessu við fyrstu umræðu var Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingar, sem spurði ráðherrann hvort hann telji ástæðu til að löggjöfin kveði skýrar á um aðskilnað viðskipta- og fjárfestingarbankastarfsemi.
Svar ráðherrans var þetta: Að mörgu leyti eru þær breytingar sem lagðar eru til í frumvarpinu mjög í þessum anda þótt ekki sé formlega gengið svo langt að skilja þar á milli.
Styrmir bendir á að víða um heim hafi geisað miklar umræður frá haustinu 2008 um starfsemi banka og nauðsyn þess að koma upp nýju regluverki í kringum þá. Lykilatriði í þeim umræðum hafi verið hvort setja eigi á ný löggjöf um aðskilnað á þessum tveimur tegundum bankastarfsemi.
Hvers vegna? Vegna þess að mönnum er orðið ljóst að sú starfsemi að taka við sparifé almennings og ávaxta það með sem minnstri áhættu fer ekki saman við þá gífurlegu áhættu sem er samfara svonefndri fjárfestingarbankastarfsemi. Engum ætti að vera þetta betur ljóst en okkur Íslendingum vegna þess að hrun hefðbundinnar bankastarfsemi á Íslandi byggðist á því að bankarnir voru fyrst og fremst orðnir fjárfestingarbankar.
Þrátt fyrir það hafa engar umræður orðið um þetta grundvallaratriði á Alþingi frá bankahruni sem er umhugsunarvert í ljósi þess að Alþingi ræddi nánast ekkert stöðu íslenzku bankanna veturinn 2006, haustið 2007 eða árið 2008.
Það er ekki hægt að skilja þetta á annan veg en þann að ríkisstjórnin og stjórnarflokkarnir hafi komizt að þeirri niðurstöðu í umræðum innan flokkanna að ekki bæri að skilja á milli viðskiptabankastarfsemi og fjárfestingarbankastarfsemi.
Áður en ráðherra í ríkisstjórn leggur fram frumvarp í hennar nafni er frumvarpið kynnt í þingflokkum stjórnarflokkanna. Þar hljóta að hafa farið fram umræður um þetta grundvallaratriði málsins. Það er sjálfsögð krafa að báðir stjórnarflokkarnir geri grein fyrir því með hvaða rökum þeir hafa komizt að þessari niðurstöðu.
Þá minnir Styrmir á að efnahagsmálaráðherra hafi lagt fram annað frumvarp á Alþingi um innistæðutryggingar og tryggingarkerfi fyrir fjárfesta. Í athugasemdum við það segir:
Rétt er að nefna að ekki er gerð sérstök tillaga um að lántökur tryggingasjóðs njóti ríkisábyrgðar eða að ríkissjóði sé skylt að veita sjóðnum lán þótt gera megi ráð fyrir því að lántaka sjóðsins verði erfiðleikum bundin án bakábyrgðar ríkissjóðs eða annarar aðkomu hans að lántöku.
Greinilegt er að greinarhöfundi er ekki skemmt. Hvað eru ríkisstjórnin og stjórnarflokkarnir að gefa í skyn? skrifar hann. Að hefji Arionbanki og Íslandsbanki, sem báðir eru í eigu erlendra banka og vogunarsjóða, nýja útþenslu í krafti EES-samninganna í öðrum löndum verði til staðar bakábyrgð íslenzka ríkisins á slíku nýju ævintýri?!
Styrmir bendir á að þetta frumvarp hljóti líka að hafa verið kynnt í þingflokkum stjórnarflokkanna.
Þessi stefnumörkun snýst um grundvallaratriði, skrifar hann. Þar hljóta að hafa farið fram umræður um þetta mál og þingflokkarnir hljóta að hafa lagt blessun sína yfir þessa stefnumörkun. Er þingmönnum stjórnarflokkanna ekki sjálfrátt?
Í athugasemdum við frumvarp Gylfa Magnússonar um fjármálafyrirtækin segir: Mikilvægt er t.d. að móðurfélag sem á dótturfélög, annars vegar vátryggingafélag og hins vegar fjármálafyrirtæki, gæti þess að sömu stjórnarmenn séu ekki tilnefndir til stjórnarsetu í fjármálafyrirtækinu og vátryggingafélaginu.
Getur það verið að ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna hafi ekki komið til hugar að banna að sömu aðilar eigi bæði banka og tryggingafélag? Og koma þar með í veg fyrir að nýjar fjármálasamsteypur rísi upp á borð við þær sem féllu í október 2008?
Hvers konar umræður fara fram í þessum flokkum um meginmál?
Ég skora á fólk með heilbrigða skynsemi í báðum stjórnarflokkunum að taka þessi málefni og önnur til umræðu og rétta af þessa alvarlegu veikleika sem við blasa í frumvörpum ríkisstjórnarinnar. Og ekki skaðar að stjórnarandstöðuflokkarnir hafi skoðun á málinu sem þeir hafa ekki lýst til þessa dags.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Fjármál, Viðskipti og fjármál | 15.2.2010 | 14:22 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.