Urðu spillingarbælin að þjófabælum?

Ýmsum lesendum Fréttablaðsins svelgdist á í morgun þegar þeir lásu fréttir blaðsins um ofurlaun starfsmanna skilanefnda föllnu bankanna - 25.000 kr. á tímann - einungis fjórðungur launa Lundúnalögmanna.

Það var ekki nóg. Starfsmennirnir stofnuðu saman fyrirtæki sem tóku að sér að inna ýmis viðvik af hendi. Ekkert boðið út - sjálfum sér skammtað.

Á meðan allt lék í lyndi kröfðust menn ofurlauna vegna þeirrar miklu ábyrgðar sem á þeim hvíldi. Afleiðingarnar urðu bankahrun og skert kjör almennings.

Eftir bankahrunið skömmtuðu skilanefndarmenn sjálfum sér verkefni til þess að hafa eitthvað upp í þá miklu ábyrgð og þann heiðarleika sem þeir þurftu að axla. Afleiðingarnar eru enn ekki komnar í ljós.

Þannig er sérgæskan í öllu sínu veldi. Sumt virðist ekki ætla að breytast.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband