Andstaðan vex

Fyrir nokkru efndi Íslensk erfðagreining til eins konar þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesafe-samninginn og var misjafnt hvort menn kunnu fyrirtækinu þakkir fyrir.

Nú er svo komið að íslensk stjórnvöld verða að fá að kenna á hinni miklu andstöðu sem ríkir meðal þjóðarinnar gegn aðildarbröltinu að Evrópusambandinu.

Hvernig væri að Íslensk erfðagreining endurtæki leikinn og spyrði hreinlega hvort fólk væri hlynnt umsókninni? Væri þetta ekki verðugt samvinnuverkefni fyrirtækisins, Heimssýnar og annarra grasrótarsamtaka?

Kveld-Úlfur gamli vissi hvað hann söng þegar hann kvað konungsgarð víðan inngöngu en þröngan þegar út skyldi ganga og því fá Íslendingar að kynnast verði þeir EES að bráð. Ætli Grikkir fái nú ekki að finna fyrir því? Sennilega gætu þeir nú bjargað sér betur sjálfir en með tilstyrk EES. Vonandi yfirfæra Íslendingar ekki nýjasta gríska harmleikinn á eigið skinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Það er heldur betur synd fyrir Íslendinga að lúta sínum eigin forráðamönnum -slíkir sem þeir nú eru.

Frekar en útlendingum, sem eiga hér engra beinna hagsmuna að gæta.

Hildur Helga Sigurðardóttir, 18.2.2010 kl. 08:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband