Leikurinn hélt áfram og í Morgunblaðinu í dag birtist fréttaskýring Agnesar Bragadóttur um meint leynimakk þeirra Steingríms J. Sigfússonar og Indriða Þorlákssonar við Hollendinga og Breta.
Heimildir herma að undirrót þessara greinaskrifa séu upplýsingar, sem ýmsir myndu kalla rógburð, sem ákveðnir menn innan stjórnarráðsins og tengjast Sjálfstæðisflokknum hafi ákveðið að koma af stað. Þótti þeim einna hentugast að nýta Morgunblaðið til þess. Ætlunin var m.a. annars að ná sér niðri á formanni Sjálfstæðisflokksins en þeir hinir sömu telja hann um of handgenginn Steingrími um þessar mundir.
Formenn stjórnmálaflokkanna hafa vaxið að undanförnu vegna þeirrar samstöðu sem náðst hefur um lausn Icesave-málsins og hefur hver lært talsvert af öðrum. Einkum virðist Bjarni hafa náð áttum og það þolir náhirðin í Sjálfstæðisflokknum ekki. Þess vegna er gripið til þess ráðs að lauma upplognum sökum í eyru Agnesar sem beit annaðhvort á agnið eða var látin gleypa það. Um það skal ekki fjölyrt hér.
Fjölmiðlakannanir að undanförnu hafa bent til þess að nú fjari óðum undan Morgunblaðinu. Valda því margvíslegar ástæður. Bæði er um að ræða þróun á fjölmiðlamarkaði og svo hitt að stefna ritstjórnarinnar hugnast færra fólki en áður. Undirritaður tekur þessa þróun nærri sér enda stendur hann í mikilli þakkarskuld við þennan fjölmiðil af fjölmörgum ástæðum. En fréttaskýringar eins og sú sem vitnað var til hér að framan eru enn einn naglinn í líkkistu Morgunblaðsins.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 20.2.2010 | 23:13 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 319700
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.