„Þessar flugvirkjafrekjur“

Svona hóf einn samstarfsmanna minna umræðurnar um flugvirkjadeiluna sem leystist í morgun. Vorum við sammála um að kröfur um 25% launahækkun næðu ekki nokkurri átt þegar flestir hefðu lagst á árarnar til þess að ná jafnvægi í þjóðarbúskapnum - hvað sem það þýðir svo sem.

Frá sjöunda áratugnum minnist ég þess að flugmenn háðu verkfall og þótti óbilgirni þeirra mikil, enda voru þeir hálaunaðir þá sem nú. Hið sama á við um flugvirkjastéttina. Hún er engin láglaunastétt.

Hver reynir að halda sínu og því hærri sem grunnlaunin eru þeim mun hærri verða kröfurnar. Haldið skal í stéttamuninn með öllum tiltækum ráðum. Sumir hafa til þess bolmagn og fjárhagsleg áhrif. En á þeim, sem hafa hvorki bolmagn, þor né fjárhagsleg áhrif, er níðst.

Hefði verið gengið að kröfum flugvirkja hefði mátt kalla það sem svo að þeir hefðu níðst á samfélaginu. Ef til vill verður að fara að skilgreina hugtakið „kjaraníðingur“.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband