Í Fjarðabyggð hafa ýmsir afþakkað hlutastörf vegna þess að langt er að sækja á vinnustað, kaupið lágt og bensínverðið hátt. Samgöngur eru strjálar og því ekki hægt að reiða sig á þær.
Á höfuðborgarsvæðinu er svipað upp á teningnum. Fólk býr sjaldan í grennd við vinnustað sinn og eftir hrunið á fasteignamarkaðinum eru búferlaflutningar takmarkaðir. Þá er ekki víst að hjón fái vinnu í sama bæjarhluta.
Við hjónin búum á Seltjarnarnesi. Konan vinnur suður í Hafnarfirði og ég vestur á Fiskislóð. Samgöngum er þannig háttað að vagnar standast illa á og ferð suður í Hafnarfjörð getur tekið allt að hálfum öðrum tíma á morgnana. Hún færi þessa leið á skemmri tíma á reiðhjóli.
Hið sama gildir um undirritaðan. Vegna þess hvernig samgöngum er háttað milli Seltjarnarness og Fiskislóðar tekur það álíka langan tíma að fara til vinnu gangandi og með strætisvagni. Gönguleiðin er hins vegar hættuleg þeim sem sér ekki fótum sínum forráð.
Því var spáð í uphhafi þessarar aldar að bensínverð færi hækkandi og lægju til þess ýmsar ástæður sem ekki verða raktar hér. Sú spá gengur nú eftir. Samgönguyfirvöld verða að íhuga breytingar á almenningssamgöngum og komast að niðurstöðu um breytingar sem bætt gætu nýtingu vagnanna.
Þá er ekki seinna vænna en yfirvöld undirbúi nú þegar rafvæðingu bifreiðaflotans og reyndar ættu olíufélögin að ganga þar á undan með góðu fordæmi. Innan 10 ára verða bensínbílar komnir á útsölu og meðhöndlaðir sem hvert annað gamaldags fyrirbæri sem fáir vilja eiga og flestir losna við.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Fjármál, Samgöngur | 24.2.2010 | 09:46 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 319698
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú bendir hér á þýðingarmikla hluti. Sem betur sýnist manni að skilningur á því að öll rök hníga að markvissari rafvæðingu bílaflotans. Metan er ekki málið í þessu sambandi að mínu mati.
Almenningssamgöngur hjá okkur eru hins vegar afar frumstæðar og sorglegt er að hugsa til þess að þar hafa ekki orðið neinar framfarir sem hægt er að tala um í 40 ár!
Jón Halldór Guðmundsson, 25.2.2010 kl. 08:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.