Kálið er ekki sopið en Davíð keypti ölið

Ég skynja ólgandi reiði í samfélaginu. Ísbjargardeilan gerir hana ekki minni.

Nú er næstum borin von að samkomulag náist fyrir atkvæðagreiðsluna 6. mars og hvernig sem hún fer verður aðstaða Íslendinga eftir hana enn verri en hún var fyrir hana. Jóhanna Sigurðardóttir benti á í fréttum Ríkisútvarpsins að í raun væri atkvæðagreiðslan gagnslaus þar sem nú lægi þegar fyrir skárra tilboð en samningurinn sem Alþingi samþykkti.

Stjórn og stjórnarandstaðan hafa nú fengið aðreyna að kálið er ekki sopið þótt í ausuna sé komið auk þess að hafa sannreynt hvar Davíð keypti ölið.

Heyrst hefur að ríkisstjórnin sé of upptekin af Ísbjargarmálinu til þess að sinna nokkru öðru. Að sumu leyti er þetta rétt. Mál þetta er farið að eitra frá sér um allt samfélagið og þótt víðar sé.

Það er einkennilegt að Hollendingar og Bretar geti beitt Alþjóða gjaldeyrissjóðnum með þeim hætti sem hefur verið gert. Íslendingar eiga sér nokkra öfluga stuðningsaðila sem virðast ekki duga til að slíta þetta tvennt úr samhengi - aðstoðina og Ísbjörgina. Þannig er vitað að forseti Kínverska alþýðulýðveldisins, sem er valdameiri í sínu ríki en forseti Íslands á Íslandi, hafi lagt svo fyrir að fulltrúi Kína í stjórn sjóðsins styðji þá afstöðu kínversku ríkisstjórnarinnar að um tvö aðskilin mál sé að ræða og hið sama þykjast Norðmenn hafa gert. Með einhverjum hætti verður að einangra Hollendinga og Breta í málinu og það gætu Bandaríkjamenn gert ef þeir kærðu sig um.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband