„Svona var Glitnir keyrður í þrot“

Í Sunnudagsmogganum birtist athyglisverð grein eftir Þórð gunnarsson um síðustu tvö árin í rekstri glitnis. Þar er því lýst hvernig stjórnendur hans reyndu að brjótast út úr fjárskortinum með nýrri herferð sem beint var að fjárfestum en varð árangurslaust.

Athyglisverðastur er lokakafli greinarinnar þar sem lýst er hvernig baugsveldið tugtaði fjármálaeftirlitið til svo að afturkallaðar voru tilmæli um skil ársskýrslna og hámarkshlut svokallaðra venslafyrirtækja.

Eftir þennan lestur hljóta menn að spyrja hvorir höfðu eftirlit með hvorum, fjármálaeftirlitið eða Baugur!

Áhugasamir menn um fjármál, sem kaupa ekki Morgunblaðið, eru hvattir til að verða sér úti um eintak sunnudagsmoggans og kynna sér grein þessa. Hún er ágætur aðdragandi væntanlegrar skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband