Þeim hæfustu hafnað

Í dag birtir DV fétt um ráðningu heilbrigðisráðherra á vinkonu sinni til starfa á vegum dómnefndar um nýtt háskólasjúkrahús. Það er vandratað milli vináttuog vensla. Svo virðist sem núverandi stjórnvöld hafi sýnt fá dæmi þess að þau ráði við þessa meinsemd sem hrjáði íslenskt samfélag fyrir hrun. Með þessum orðum er þó ekki kastað rýrð á þá sem ráðin var til þess að gegna starfinu, heldur er vikið að því að stjórnmálamenn þurfi að fara að gæta sín.

Umboðsmaður Alþingis fékk fyrir skömmu athyglisvert mál til umfjöllunar. Einstaklingur nokkur missti vinnuna um áramótin og sótti um ýmis störf. Þar á meðal sótti hann um starf hjá opinberri stofnun, en því hafði hann gegnt áður.

Einstaklingurinn, sem hafði aflað sér meiri menntunar, eftir að hann lét af störfum hjá stofnuninni, var talinn langhæfastur til að gegna starfinu. En viti menn. Haft var samband við hann og honum tjáð að hann væri „of hæfur“. Tveir einstaklingar voru ráðnir í starfið, hvor um sig nýskriðinn úr skóla.

Ég hef stundum velt því fyrir mér hvað valdi ákvörðunum yfirmanna deilda eða stofnana um ráðningar. Mér hefur flogið i hug að lítt menntuðu og jafnvel reynslulitlu fólki þyki sér ógnað ef von er á fólki með sæmilega þekkingu á viðfangsefnum þeim sem fengist er við. Dæmin eru svo mýmörg að ástæða er til að taka þessi mál til sérstakrar rannsóknar.

Brátt verður skorið úr um hvað verði um starfsumsókn áður nefnds einstaklings og hvort ráðherra stofnunarinnar verði látinn höggva á hnútinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband