Soðningaríhaldið gengur berserksgang

Þegar á hólminn kemur virðast Íslendingar ekki skynja muninn á rökræðum og trúarbrögðum. Vitað er að andstaða gegn kvótakerfinu í sjávarútvegi er mikil á meðal almennings í landinu - jafnvel álíka mikil og andstaðan við ísbjargarlögin sem felld voru í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Auðlindir sjávar eru sameign þjóðarinnar og því verða menn að hlíta. Sægreifarnir, sem svo eru kallaðir, eiga engan kvóta. Þeir hafa í raun keypt það sem almenningur á eða keypt afnotin af tiltekinni auðlind. Framsalið og heimild til veðsetningar voru einhver verstu hermdarverk sem Íslendingar hafa framið á sjálfum sér. Þess vegna er nú komið sem komið er - bankarnir hrundir og efnahagslífið í rúst.

Samtök atvinnulífsins geta með engu móti varið þá skoðun að stöðugleikasáttmálinn hafi verið brotinn með skötuselslögunum svo kölluðu. Forystumenn þeirra þurfa hins vegar að verja þá ákvörðun sína að slíta samráðinu.

Nú er að vita hvort lýðræðiselskandi sjálfstæðis- og framsóknarmenn leggi til að lög um fyrningarleið kvótans verði sett í þjóðaratkvæði sem væri auðvitað sanngjarn miðað við það sem á undan er gengið. Og þá gerðu útgerðarmenn ekki annað betra en að setjast að samningaborðinu án hótana.

Þjóðin á fiskinn í sjónum. Því hlýtur þjóðin að ráða því hvað verður.

Soðningaríhaldið verður að læra að rökstyðja mál sitt með öðru en gífuryrðum og alhæfingum.


mbl.is Hvetur SA til áframhaldandi samstarfs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband