Í Spegli Ríkisútvarpsins í kvöld var athyglisvert viðtal við Eirík Bergmann Einarsson, forstöðumann Evrópustofnunarinnar á Bifröst. Eiríkur er gagnkunnugur laganetinu sem Evrópusambandið er byggt á og mikill fylgismaður sambandsins. Í máli hans kom m.a. fram að ákvæði samningsins um EES kvæðu svo á að einstök ríki gætu ákveðið hvort þau einkavæddu ýmsa þætti sem ríkið hefur séð um hingað til. Nefndi hann sérstaklega orkufyrirtækin og bankana.
Þar heyrum við það. Hann gekk meira að segja svo langt að halda því fram að stjórnmálamennirnir, sem hrópuðu hvað hæst um að þessum ákvæðum hefði verið neytt upp á Íslendinga væru ekki færir um að véla um flókin mál. Ýjaði hann að því að um algera vanþekkingu hefði verið að ræða. Bent var á að Norðmenn hefðu t.d. ekki einkavætt Statoil.
Það varð fljótlega ljóst hverjar afleiðingar einkavæðingarinnar urðu og enn er ekki séð fyrir endann á því máli. Sennilega verður erfitt fyrir Íslendinga að hlaupa frá einkavæðingunni héðan af vegna ákvæða samningsins sem þeir heimskuðust til að taka upp. Heimskuðust, hvers vegna að orða það svo? Heimskur er sá sem ekki spyr og því verða afglöp Framsóknarráðherrans og meðreiðarsveinanna að kallast heimskupör - heimskupör í dýrara lagi.
Dapurlegt er til þess að vita að þingmenn skyldu svo skyni skroppnir að enginn þeirra kæmi auga á þessi sannindi.
Fleira hangir á sömu spýtu - einkavæðing bankanna. Enga nauðsyn rak til þess að selja þá. Þar rak Evrópuregluverkið ekki eftir heldur óheft græðgi frjálshyggjupostula framsóknar- og Sjálfstæðisflokks. Hvernig skyldi sumum ritstjórum líða um þessar mundir þegar þeir gera sér grein fyrir afglöpum sínum, ef þeir koma þá á annað borð auga á þau?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 24.3.2010 | 22:24 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.