"SJÁLFSTÆÐIS- og Framsóknarflokkur hafa fyrir löngu gengið fyrir björg hvað varðar þjónkun við sægreifana og einkaeign þeirra á sjávarfangi. Áðurnefndir flokkar ásamt hinum stjórnmálaflokkunum hafa staðið á bak við stærsta rán Íslandssögunnar, þ.e. þjófnaðinum á sameiginlegri auðlind, fiskimiðum þjóðarinnar, sbr ummæli Hilmars Bjarnasonar á Eskifirði, sem fyrstur manna talaði um kvóta á veiddan fisk, en engan veginn í þeim anda sem stjórnmálamenn Íslands aflöguðu svo herfilega, og nefndur Hilmar Bjarnason bað svo eftirminnilega um að nafn hans væri ekki kennt við kvóta síðar meir.
Einkunnarorð sjálfstæðismanna: Gjör rétt, þol ei órétt hefur enginn eins fótum troðið og hin einkavædda forysta Sjálfstæðisflokksins sl. 20 ár og gjörir enn svo og framsóknarmenn og fleiri flokkar, stuttbuxnadrengirnir, kúlulánagæjarnir, sérfræðingarnir, ráðgjafar, að ógleymdum greiningardeildum Glitnis-, Lands-, KB-banka. Ekki stendur steinn yfir steini svo vægt sé til orða tekið.
Merkustu sjávarútvegsráðherrar Íslands hafa verið Lúðvík Jósepsson, Steingrímur Hermannsson, Matthías Bjarnason og Jón Bjarnason. Hættulegustu sjávarútvegsráðherar Íslandssögunnar hafa verið Kristján Ragnarsson, Halldór Ásgrímsson, Þorsteinn Pálsson, Árni Mathiesen og Einar K. Guðfinnsson, hafa allir fallið í þá gryfju að verða handbendi LÍÚ-klíkunnar. Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ, var reyndar aldrei í ríkisstjórn en stjórnaði kröftuglega á bak við tjöldin og var því í raun ráðherra sjávarútvegsmála. Það vita allir og honum tókst að blekkja sjálfan Davíð.
Þeir valdamiklu stjórnmálaskörungar Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson létu glepjast af formanni LÍU, sægreifunum, ekki síður en útrásarvíkingunum. Forseti lýðveldisins Ólafur Ragnar beit svo margoft höfuðið af skömminni árum saman með ferðalögum sínum og þjónkun við óreiðupakkið, sem komið hefur almenningi á kaldan klaka. Ólafur má þó eiga það að hann tók nýjan pól í hæðina í ársbyrjun og synjaði staðfestingu á Icesave, og skaut því til almennings.
Davíð, Halldór og Ingibjörg, Hvar er ykkar ábyrgð? Líður ykkur vel í hjarta ykkar vegna starfa í almenningsþágu? Ég vil þó þakka þeim fyrir stuðninginn við Kárahnúkavirkjun og álverið á Reyðarfirði. Það er góður minnisvarði um þessa annars ágætueinstaklinga, sem vissulega hafa örugglega reynt að láta gott af sér leiða eins og brjóstvitið leyfði.
Hvað varð um slagorð sjálfstæðismanna: Stétt með stétt? Hvað um áform fv. formanns Framsóknarflokksins um að gera Ísland að forystuveldi heimsins í fjármálaumsvifum og að skipa Sigurð Einarsson KB- stjórnarformann til að leiða málið?
Það er staðreynd að mestu spillingar- og svikamál Íslandssögunnar eru meira og minna tengd Sjálfstæðis- og Framsóknarflokki. Halldór þekkir þetta í gegnum SÍS. Hugsunin hjá Jónasi frá Hriflu var skynsamleg og falleg en Sambandið át sig innan frá og fall þess varð mikið. Hin unga Samfylking kemur svo á hælana, einkar efnileg í sama óheillageiranum og verður enginn eftirbátur Sjálfstæðisflokks og Framsóknar.
Nytjastofnar í sjónum umhverfis Ísland eru ekki bara sameign þjóðarinnar, í orði, eins og Jón Baldvin náði þó að koma inn í lögin um stjórn fiskveiða, heldur líka á borði. Nú hefur Strandamaðurinn og stjórnmálamaðurinn sterki, Jón Bjarnason, komið á strandveiðum og auk þess krukkað í það allra heilagasta hjá LÍÚ-forystunni, nefnilega einkaréttinn yfir veiðunum á fiskistofnum á Íslandsmiðum. Skötuselurinn og strandveiðarnar brjóta ísinn. Þökk sé Jóni og hans góða ráðgjafa Guðjóni Arnari Kristjánssyni, sem ekki fæddist með silfurskeið í munninum, en gerir sér fulla grein fyrir um hvað lífið snýst og hvernig halda á eðlilegu lífi í landsbyggðinni.
Hryggilegustu dæmi og jafnframt ömurlegustu, er að finna í skjóli sálfstæðis-, framsóknar- og samfylkingarmanna sem barist hafa fyrir kvótakerfinu með oddi og egg og ætla ekki að láta deigan síga. Það mun vonandi brátt heyra til liðinni tíð að sægreifarnir geti í vellystingum skammtað til hægri og vinstri hverjir mega veiða, á hvaða verði og látið leiguliðana í sjávarútvegi lepja dauðann úr skel.
Höfundur er sjálfstætt starfandi og er fyrrv. stjórnarmaður LÍÚ.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 27.3.2010 | 11:37 (breytt 8.4.2010 kl. 21:47) | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Nefnið mér eitt dæmi um að Samfylkingin hafi stutt þennan mikla stuld frá þjóðinni sem er hið frjálsa framsa kvótans, kaup, sala og leiga á kvóta.
Þið megið gjarnan lesa pistil minn "Landkrabbi svarar útgerðarmanni" á <siggigretar.blog.is>
Sigurður Grétar Guðmundsson, 27.3.2010 kl. 17:57
Athugasemdir
Augnablik... Vakta athugasemdir Þú ert að vakta athugasemdir við þessa færslu. Hætta að vakta
addInitCallback(commentWatch.init); 1
Nefnið mér eitt dæmi um að Samfylkingin hafi stutt þennan mikla stuld frá þjóðinni sem er hið frjálsa framsa kvótans, kaup, sala og leiga á kvóta.
Þið megið gjarnan lesa pistil minn "Landkrabbi svarar útgerðarmanni" á <siggigretar.blog.is>
Sigurður Grétar Guðmundsson, 27.3
Sæll Sigurður Grétar Guðmundsson.
Þú getur náð í mörg dæmi um aðkomu Samfylkingar, eða ex Alþýðuflokks, Kvennalista og Alþýðubandalags, sem síðar skiptu um kennitölu undir nafni Samfylkingar.
Málið er einfldalega svo að allir stjórnmálaflokkarnir hafa haft sína aðkomu að núverandi fiskveiðikvótakefi og þar með stuldinum á stærsta ráni Íslandssögunnar, fiskimiðunum umhverfis Ísland, nema Frjálslyndi flokkurinn og Guðjón Arnar Kristjánsson, en flokkurinn varð ekki til fyrr en eftir að glæpurinn var framinn.
Samfylkingin er gamalt vín á nýjum belgjum, afsprengi Alþýðuflokks, Alþýðubandalags og Kvennalista.
Minni á orð Guðmundar heintins Kjernested, skipherra hjá Landhelgisgæslunni og þjóðarhetju okkar í landhelgisdeilunni við Breta og fleiri þjóðir frá 1972 til 1976, en hann sagði þegar stjórnmálaflokkarnir íslensku, allir með tölu höfðu stolið þessari sameign þjóðrinnar, með lögum, sem þeir settu, og fært í hendur íslenskra útvegsmnna á árunum 1983 til 1991: “Til hvers var barist. ?
Kvennalistinn var til hvað sem var þegar partí voru haldin.
Rikisstjórn Sjálfstæðisflokkks, Alþýðubandalags , Allþýðubandalgs og Framsóknar, sem eftirminnilega var slitið í beinni sjónvarpsútsendingu 1987.
Hverjir stjórnuðu landinu frá 1987 - 1991?
Svar: Framsókn, Sjálfsæðis- Alþýðubandalag og Alþýðuflokkur
Viðeyjarstjórnin, 1991 – 1995 sem stofnuð voru af Davíð Oddsyni og Jóni B. Hannibalssyni. Þar komst frjálsa framsalið í framkvæmd.
Árið 1991 þegar 8 mánaða fiskveiðiárið var og staðfest af Þorsteini Pálssyni.
Síðustu mánuði , á nýrri öld hefur hinn frægi grátkór LÍÚ fengið nýjan kraft og gefið út nýtt lag og spilað fyrir þjóðina: að allt fari í kaldakol verði fiskimiðunum komið aftur í eigu þjóðrinnar.
Nýjir meðlimir eru bakraddirrnar, nefnilega hinir ýmsu sveitarstjórnarmenn, úr ýmsum áttum landsins og tjónkunarmenn sægreifnna, sem þátt fyrir alla hagræðinu sl áratugi, í nafni einkvæððingar kvótans eru nú meira og minna gjaldþrótta.
Í hverju var þá þessi hagræðing fólgin ?
Sannleikurinn er sá á öll hagræðingin sem LÍÚstjórnin lagði svo mikla áherslu að væri fólgin í frálsa framsalinu, og einkavæðingu fiskveiðikvótans, hafa reynst hið mesta bull og vitleysa og enginn vill nú við kannast, nema örfáir sérvitringar og eignhagsmunaseggir.
Staðreyndin er sú að 40 – 50 mnna hópur hefur haft stjórnvöld lýðvelsisins Íslands og hverskonar kostnaðarsöm efitrlitsvöld á Íslandi að fíflum, og fábjánum og auðmýkt, en á kostnað almennings þessarar þjóðar, í formi eingaupptöku í gegnum ógnarverðbólgu og hruns Islensku krónunnar.
Eignir almennings hafa hríðlækkað í verði en skuldirnr hækkað gífurlega og umfram öll velsæmisvörk vegna vísitölutrygginar.
Fóru ekki Geir H Haarde og Ingibjörg út um allan heim til að heilla fjárfesta í íslenska bankkerfinu sumarið 2008 og fullyrtu að íslensk bankakerfið stæði svo traustum fótum og íslenskri þjóð væri svo vel borgið þrátt fyrir margvíslegar alþjóðlegar fjrámálakreppur.
Ísland ætti svo sannarlega sæti í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna og væru best til þesss fallin að gegna forystuhlutverkum út um allan heim. Markmiðið var að að koma ákveðnum fyrrverndi stjórnmálaforingja í gott og öruggt starf.
Samfylkingin hefur svo sannarlega átt sinn hlut í útrásinni, spillingunn, verðbólgunni og eingarupptöku almennings hér á landi.
Getur þú nefnt mér dæmi um að Samfylkingin sé ekki meðsek í ráninu á fiskimiðunum, bankahruninu og yfir höfuð á öllu því sem almenningur þarf nú að gjalda fyrir ?
Einar vinur minn Sigurjónsson á Eskifirði, fædddur 1918 hefur aldrei farið kjörstað eða kosið til alþingis eða sveitarstjórnar.
Hann segir: það eru sömu rassarnir undir þeim, öllum.
Emil Thorarensen (IP-tala skráð) 1.4.2010 kl. 09:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.