Opinbert ginningarfífl Íslands

Menn skyldu gæta orða sinna þegar hlutur forseta Íslands er dæmdur. Fleiri liggja undir slíku ámæli og voru óspart hvattir til að þiggja fyrirgreiðslu útrásarvíkinganna. Háskóla- og menningarsamfélagið er meia og minna í rúst og hvað sem um Ólaf Ragnar má segja verður ekki öðru haldið fram en hann hafi viljað leggja sitt lóð á vogarskálarnar til þess að útrásarvíkingarnir miðluðu fé í ýmsa menningartengda starfsemi. Það varð þó fljótlega ljóst að áhrif hans (forsetans) voru ekki þau sem sumir hugðu, samanber Asíusetur Íslands sem stofnað var á Akureyri í desember 2005.

Nú þegar lýðum er ljóst að forsetinn lét hafa sig að ginningarfífli spyrja margir hvort hann geti sæst við þjóðina með öðrum hætti en þeim að segja af sér. Eitt er víst að vart verður annar stjórmálamaður forseti lýðveldisins í náinni framtíð. Þá hljóta að verða settar hömlur á það hvernig áhrifamiklir einstaklingar geti leikið sér að embættinu eis og kettir að mús.

Björn Valur Gíslason ætti, næst þegar hann kveður sér hljóðs, að velta því fyrir sér hvernig hann geti komist að orð án þess að vera með ærumeiðandi dylgjur í garð þeirra sem til umræðu eru hverju sinni.


mbl.is Forseti Íslands ber þunga ábyrgð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér finnst vægast óeðlilegt að væna forsetann um að skara eld að eigin köku, kalla hann klappstýru útrásarvíkinganna ofl.

Í viðtali við Valgerði Sverrisdóttur fyrrverandi bankamálaráðherra í Kastljósi kom fram að yfirvöld hefðu haft uppi ráðagerðir um að gera Ísland að fjármálamiðstöð ÁÐUR en bankarnir voru seldir.

Hver átti að vera í farabroddi kynningar á því annar en forsetinn?

Hafþór Baldvinsson (IP-tala skráð) 14.4.2010 kl. 16:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband