Gos eru engin gamanmál

Gosið í Eyjafjallajöökli veldur Íslendingum miklum búsifjum. Þyngstar eru byrðarnar sem bændur og búalið verða að bera. Vonandi fæst tjón þeirra að einhverju bætt.

Ferðaþjónusta verður einnig fyrir tjóni. Hótel eru afbókuð, ferðir og ýmislegt annað sem snertir ferðaiðnaðinn. Kínverskir hópar lögðu í morgun af stað frá Beijing og enduðu í Varsjá. Svipaða sögu geta vafalítið ýmsir sagt.

Íslendingar taka þó þessu af æðruleysi og bentu einhverjir Bretum á að bókstafurinn c væri ekki til í ensku. "If you ask for cash you will only get some ash," sagði í tölvupóstinum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála því, en eitt af því sem prýða þarf hverja þjóð er húmor. Sérstaklega húmor fyrir sjálfum sér og aðstæðum sínum.

Jafnvel þegar ástandið er svart og erfitt, og reiðin kraumar undir, þá líður manni alltaf betur við að skoða bjartari hliðarnar á málunum.

"Always look on the bright sides of life" ... sögðu þeir og höfðu rétt fyrir sér.

Var þetta ekki djúpt hjá mér?

Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 15.4.2010 kl. 21:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband