Um daginn birti Björgúlfur Thor Björgólfsson grein þar sem hann baðst fyrirgefningar á misgjörðum sínum gagnvart þjóðinni. Í dag birtir svo Jón Ásgeir Jóhannesson hjartnæma grein í Fréttablaðinu sem fjölmiðlafulltrúi hans heur væntanlega samið. Þar er reynt að sýna kappann sem iðrandi syndara. Hann biðst ekki afsökunar því að sumt voru þetta misheppnaðar tilraunir til þess að bjarga stórfyrirtækjasamsteypu sem var að fara í hundana.
Er gluggað er í Sturlungu hina nýju, eins og hrunskýrslan er kölluð, má hverjum manni vera ljóst að Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Pálma Haraldssyni, Björgúlfi Thor Björgólfssyni og Hannesi Smárasyni var ljóst hvað þeir aðhöfðust og þeir hlutu einnig að vita að fyrr eða síðar hlyti fjárhættuspil þeirra að enda með skelfingu. Á meðan fréttir berast af því að Jón Ásgeir Jóhannesson reyni að koma eignum sínum undan til dótturfélaga, sem þjónar vart neinum tilgangi, trúir því enginn að hann iðrist neins.
Ung móðir spurði hvers vegna þjóðin ætti að fyrirgefa þessum mönnum. Þeir hefðu eyðilagt heilbrigðiskerfið, fé væri ekki lengur fyrir hendi til að halda uppi menntakerfi landsins og almenn velferð barna sinna yrði tæplega endurreist án mikilla fórna sem þjóðin yrði að færa. Annar viðmælandi undirritaðs orðaði það svo í gær að nú færi að verða óhætt að kalla vissa menn þjófa því að það væru þeir þar til annað yrði sannað.
Dómstóll götunnar hefur ekki sæmt þá þessum titli heldur gerðir þeirra sjálfra.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 22.4.2010 | 19:53 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.11.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 319679
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.