"Sá ráðherra, sem mál hefur undirritað, ber það að jafnaði upp fyrir forseta."
Þegar ákvæði stjórnarskrárinnar um ríkisstjórn Íslands og ábyrgð ráðherra eru lesin verður skiljanleg sú túlkun að ríkisstjórnin sé ekki fjölskipað stjórnvald. Í raun má túlka orð stjórnarskrárinnar með þeim hætti að hver ráðherra beri ábyrgð á eigin álaflokki og forsætisráðherra sé eingöngu forseti funda sem ráðherra halda um einstök mál, hafi ráðherrar farið þess á leit.
Forsætisráðherrar hafa þó ráðið mestu undanfarna áratugi um það hverjir hafa verið skipaðir í stjórnir hverju sinni auk formanna og þingflokka viðkomandi stjórnarflokka, en skýr ákvæði hefur vantað í stjórnarskrá lýðveldisins um vald forsætisráðherrans og samábyrgð ríkisstjórnarinnar. Þess vegna er hætt við að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, svo að eitt nafn sé nefnt, verði vart sótt til saka fyrir afglöp Geirs Haarde og erfitt getur orðið að krefjast þess að landsdómur véli þar um.
Forseti vor hefur eftir að skýrslan um bankahruniðkom út, nokkrum sinnum vikið að þeim vanda í viðtölum, sem stafar af þessum skorti á beinum ákvæðum í stjórnarskránni. Virðist nú sem augu flestra stjórnmálamanna séu að opnast fyrir nauðsyn þess að gjörbreyta stjórnarskrárákvæðunum um ríkisstjórnina og ríkisráðið og kveða skýrt á um ábyrgð ríkisstjórnarinnar. Inn á við er krafist samstöðu en út á við virðist hver ráðherra geta farið sínu fram að einhverju leyti og á eigin ábyrgð.
Eitt sinn á ferli mínum sem formaður Öryrkjabandalags Íslands reyndi mjög á þetta ákvæði. Þá hafði Jóhanna Sigurðardóttir farið fram með talsverðum ofsa gagnvart samtökum fatlaðra og leiddi það til þess að samráðsnefnd félagsmálaráðuneytisins og samtakanna varð um tíma óstarfhæf vegna óbilgirni ráðherrans. Við Ásta Þorsteinsdóttir, sem var formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar, leituðum þá á fund Steingríms Hermannssonar forsætisráðherra og varð málið ekki útkljáð á þeim fundi. Féllst Steingrímur hins vegar á að þiggja hjá okkur málsverð í hádeginu nokkrum dögum síðar og halda áfram umræðum. Var sá málsverður háður í húsakynnum Öryrkjabandalagsins og á borðum voru heilsusamlokur og jógúrt.
Steingrímur varðist okkur Ástu fimlega og dásamaðimjög áhuga félagsmálaráðherrans á málaflokknum. Taldi hann sjaldgæft að ráðherrar sinntu málum sínum af jafnmikilli alúð og samviskusemi sem hún. Taldi hann lengi vel að hann fengi litlu áorkað gagnvart ráðherranum, því að ríkisstjórnnin væri ekki fjölskipað stjórnvald og sig skorti hreinlega valdheimildir. Leikar fóru þó svo að hann féllst á að boða til sáttafundar með félagsmálaráðhera og forystumönnum samtaka fatlaðra. Sættir náðust á fundinum og rifuðu allir seglin nokkuð.
Frásögn þessi sýnir í hnotskurn þann vanda sem glímt hefur verið við í íslenskum stjórnmálum undanfarna áratugi. Það er mjög undir forsætisráðherra hverju sinni komið hvernig málefnum reiðir af og hver samábyrgð ráðherranna er. Geir Haarde virðist ekki hafa ráðið ráðum sínum með ríkisstjórninni fyrr en allt var í óefni komið og í skilningi þröngrar túlkunar 18. gr. stjórnarskrárinnar hafði hann leyfi til þess. Þessi einleikur og sú staðreynd að sumum ráðherrum var haldið utan við leiksviðið, virðist einn drýgsti þátturinn í því hvernig fór. Hægri höndin vissi aldrei hvað sú vinstri hafðist að og ríkisstjórnin flaut sofandi að feigðarósi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 22.4.2010 | 21:28 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 319699
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.