Áður léku karlmenn flest hlutverk og skipti þá litlu hvort þeir léku konur eða karla. Nú ríkir jafnrétti á leiksviðinu og því var það hin versta afskræming í eyrum mínum að Ilmur Kristjánsdóttir skyldi leika Jón Grindvíking. Hún gerði það að vísu vel en hlutverkið varð afskræmilegt og í raun háðslegt fyrir vikið. Slík misnotkun leikara er sennilega eina kynvillan sem hægt er að ræða um í nútíma samfélagi.
Á eium stað vottaði fyrir enskupestinni sem nú tröllríður íslenskri tungu eins og hver önnur drepsótt. Orðið "particula" bar einn leikarinn fram sem "partíkjúla". Hið sama er upp á teningnum þegar hringt er í öryggisfyrirtækið Securitas. Þá er svarað: "Sekjúrítas, góðan dag".
Íslandsklukkan tekur á ýmsum sígildum vanda sem Íslendingar hafa strítt við um aldir og þar á meðal spilltu stjórnmála- og embættismannakerfi. Þótt Danir séu vissulega gagnrýndir fyrir nýlendustjórn sína fá þó Íslendingar vissulega sinn skammt.
Í fyrra hléi og eftir sýningu var á vegi mínum og okkar hjóna skemmtileg kona, móðir tveggja listamanna og söngelsk hláturgyðja. Urðum við sammála um að Þjóðleikhúsið ætti að bjóða til sérstakrar heiðurssýningar á Íslandsklukkunni og bjóða m.a. Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Hannesi Smárasyni og Pálma Haraldssyni, og eru þá víst ýmsir ónefndir sem þyrftu að sjá verkið. Lesendum bloggsins er velkomið að birta ábendingar um heiðursgesti.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Menning og listir | 24.4.2010 | 11:43 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 319698
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.