Verða pólitísku dagarnir senn taldir?

Ég hnaut um frétt á mbl.is í yngismeyjadaginn þar sem greint var frá mannsöfnuði við heimili Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur, þar sem mótmælt var framlögum banka og fyrirtækja í kosningasjóð hennar í tvígang. Mbl, sem er heiðarlegur vefmiðill, birti slóð á heimasíðu Samfylkingarinnar þar sem lesa mátti útskýringar hennar á kosningaframlögunum sem hún fékk vegna tveggja prófkjöra árið 2006 og 2007. Alls námu þessar upphæðir nær 13 milljónum. Sumt var vegna borgarstjórnarkosninga og annað vegna Alþingiskosninga.

Í fréttum ríkissjónvarpsins í kvöld hélt Steinunn Valdís því blákalt fram að þessi framlög hefðu engin áhrif haft á störf sín sem stjórnmálamanns. Það er það, eins og Andri Ísaksson sagði. Hvað hefði orðið um þingmanninn, Steinunni Valdísi Óskarsdóttur, hefði hún ekki fengið þessi framlög? Væri hún þá enn í borgarstjórn eða hefði hún fallið út af lista borgarstjórnar þegar vorið 2006 ef hún hefði ekki hlotið ríflega styrki?

Vafalítið þarf Steinunn að svara þessari spurningu og slíkt þurfa fleiri í þessum flokki að gera. Útrásarsmitið hafði skotið djúpum rótum í Samfylkingunni og varðar það sjálfsagt við ærumeiðingar ef ég tæki mig til og ritaði um tilburði þingmanns nokkurs í þeim efnum. Þótt sitthvað sem Samfykingarfulltrárnir í borgarstjórn og jafnvel á Alþingi aðhöfðust hafi verið löglegt var það tæplega siðlegt og enn verra er það orðið eftir að Sturlunga hin nýja kom út.

Steinunn Valdís hlýtur nú að velta fyrir sér hvort hún fari út úr stjórnmálum með reisn eða láti einhverja umbótanefnd hrekja sig þaðan. Svo mættu fleiri Samfylkingarmenn hugsa.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Svo mættu fleiri Samfylkingarmenn hugsa."

Frekar, svo mættu allir þingmenn/borgarfulltrúar hugsa.

Allir sem hafa þegið blóðpenings, sama í hvað þeir voru notaðir hafa brugðist trausti kjósenda.

Alli eiga að víkja !

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 26.4.2010 kl. 12:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband