Ellilífeyrisþegi eða öryrki, sem á eitthvert sparifé sem hann hefur nurlað saman jafnvel af tekjum sem hann hefur greitt skatta af, verður að sæta því að frítekjumark vaxtatekna eru 100.000 kr á ári. Eftir það skerðast bætur öryrkjans eðaellilífeyrisþegans um þriðjung þeirrar upphæðar sem hann fær í vexti. Nú er svo komið að ýmsir, sem eiga eitthvert fé á bankastofnunum, velta því fyrir sér hvernig þeir geti varið agsmuni sína og verður þá ýmsum frir að taka spariféð úr bönkunum og koma því fyrir í bankahólfum. Öryrkjar fá ekki aðstoð bankanna eins og faðir formanns Framsóknarflokksins til að lauma stórgróðaa úr landi og komast hjá því að greða lögmæta skatta. Flestir sem hafa orðið öryrkjar eða náð því að verða nógu gamlir til að fá greiddan ellilífeyri, hafa lagt sinn skerf til uppbyggingar samfélagsins.
Útlánsvextir erulágir hér á landi miðað við það sem var og verðbólgan talsverð. Þannig getur farið að skattlagning vaxta og skerðing bóta almannatrygginga rýri innistæður fólks og éti upp sparnaðinn á fáum árum.
Ekki var fyrr búið að lögfesta bætur ákjörum aldraðra og öryrkja en bankarnir hrundu og þá var eina leið ríkisstjórnarinnar út úrvandanum að skerða kjör bótaþeganna. Þau voru skert mun meira en almennir launþegar hafa orðið að þola.
Það mátti skilja á Má Guðmundssyni í viðtali sem birtist í Morgunblaðinu fyrir skömmu að það væri eins konar hugsjón hjá honum að gerast seðlabankastjóri, leggja sinn skerf til uppbyggingar samfélagsins og lækka um leið launin sín. Það er siðlaust glapræði og svívirðing við almenning í landinu að láta sér detta í hug að hækka laun hans eins og sakir standa. Slíkt getur varla nokkrum dottið í hug að styðja nema lögfræðingum á ofurlaunum.
Mál er að linni. Nú er komið nóg!
Skorar á Láru að draga tillögu til baka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 3.5.2010 | 18:13 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mér skyldist á honum að verið væri að lækka laun hans frá því semhann hefur haft fram að þessu. Fréttamaðurinn sem "yfirheyrði" hann í kastljósi sjónvarpsins í gær, spurði bara einnar spurningar í löngu viðtali um launamálin. Spurningin var þessi: mun seðlabankastjóri sætta sig við launahækkun?! Þessu var svarað á þá leið að hann myndi ekki sætta sig við launahækkun miðað við þau laun sem hann hefði haft til þessa. Af því að viðtalið var hvorki textað né þýdd á ensku þá getur það verið að fréttaþyrstir íslendingar hafi ekki skilið mælt mál af munni seðlabankastjórans. Fram kom einnig að seðlabankastjórninn vildi að ákvörðun um launamálin yrði tekin samkvæmt lögum. Var þá ekki nærtækast að ræða við bankanefndina sem ákveður launin samkvæmt lands-og bankalögum?
Nú er mér svo sem sama hvort viðkomandi seðlabankastjóri fái laun yfirleitt. Geri bara ráð fyrir að einhver laun fái hann fyrir vinnu sína. Að gera launamál seðlabankastórans að "landsmáli" sýnir vel að íslendingar hafa ennþá ekki skilið neitt í þeirri umræðu sem fer fram um hrunið og aðdraganda þess. (smjörklípa er svo þvælt hugtak)
Meira að segja fyrrverandi Seðlabankastjóri sem skammtaði sjálfum sér hátt á þriðju milljón króna mánaðarlaun ( sex milljónir á núgengi) skrifar hæðnislegar fyrirsagnir í leiðara til að draga athyglina frá sér og snýkjudýrseðli sinna manna.
Undir þetta taka núna "hinir bestu menn" sem gefur mér það á tilfinninguna að slíkir menn séu ekki til frekar en annað sem til sóma mætti verða þessari andlega brotnu þjóð sem bíður eftir að Godot komi og bjargi henni. Á meðan verður leikritið eftir því.
Gísli Ingvarsson, 4.5.2010 kl. 08:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.