Í dag fórum við hjónin út á Álftanes að hljóðrita margæsir. Þær flýðu þegar okkur bar að garði og létu lítt til sín heyra. Skvaldur sjávarins og annað var þó hljóðritað. Birtist afrakstur hljóðritunarinnar á http://hljod.blog.is innan skamms.
Á Álftanesi urðum við vör við allmargar kríur. Einnig urðum við þess vör að fólk sleppti hundum sínum lausum í fjörum en lausaganga hunda er bönnuð þar sem í öðrum kaupstöðum. Brugðust sumir illa við þegar þeim var bent á að skilti sýndu greinilega að svo væri.
Við fréttum reyndar að almennir borgarar væru ekki einir um að brjóta þessa lögreglusamþykkt bæjarfélagsins. Æðsti maður landsins býr þar og eiginkona hans á stóran hund sem hann gengur með sér til skemmtunar. Iðulega hefur hann sleppt hundinum lausum og hefur hann þann ósið að flaðra upp um fólk sem þeir mæta, forsetinn og hann. Ekki hugnaðist öllum Álftnesungum þetta framferði æðsta hunds landsins og kærðu húsbónda hans. Sagt er að hann hafi þurft að sæta áminningu fyrir. Hann hefur þó ekki látið segjast og hefur sést með hundinn gangandi lausan. Einhver spurði víst hvort hann héldu þessum sið áfram og benti þá hæstráðandi til sjós og lands á að hundurinn hlýddi þegar hann kallaði. Hvernig ætli lögum þessa lands sé hlýtt ef samþykkjandi þeirra fer ekki að lögreglusamþykktum þess bæjarfélags sem forseti landsins býr í?
Þetta minnir á söguna um Björn Gunnlaugsen, stjarnfræðing sem kenndi við Bessastaðaskóla. Einhverju sinni átti hann leið framhjá einu kotinu á leið til Bessastaða. Kom þá hundur gjammandi á móti honum. Björn hastaði á hundinn og sagði: Þegið þér! Og bætti svo við: Ég ætlaði nú eiginlega ekki að þéra yður.
Seinna um daginn lá leið okkar út á Seltjarnarnes. Þar voru líka kríur og fleiri fuglar. Var yndislegt að heyra í þeim. Á vegi okkar varð ungt fólk sem sleppti hundi sínum lausum við Bakkatjörn. Hljóp hann út í tjörnina og olli þar nokkrum glundroða. Var fólkinu vinsamlegast bent á að bannað væri að vera með lausa hunda allt árið um kring og nú væri varptími fugla. Brugðust þau við vel, urðu heldur leið og hnepptu hundinn í helsi eins og vera ber.
Yfirvöld á Seltjarnarnesi þurfa að auglýsa með fleiri skiltum bann við lausagöngu hunda innan bæjarfélagsins. Fjörur eru þar engin undantekning.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 9.5.2010 | 21:26 (breytt 10.5.2010 kl. 06:41) | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ólaf Ragnar mætti að kæra fyrir mörg alvarlegri afbrot en þetta.
Fólk virðist margt ekki átta sig á því, að hjá mörgum fugla tegundum liggur annað foreldrið á meðan hitt sækir æti. Sé það foreldrið sem er á hreiðrinu rekið upp, er vargurinn oft fljótur að hirða egg og unga.
Brandarinn af Birni er virkilega góður.
(Væntanlega voruð þið að hljóðrita mArgæsir)
Dingli, 10.5.2010 kl. 06:19
Prentvillupúkinn er ágengur. Ég hugsaði margæsir en skrifaði ö í stað a.
Stiganum kennir stirður málari og árinni illur ræðari. Þarna ruglaði talgervillinn mig í ríminu. Það kemur enn og aftur í ljós hve Ragga er afleitlega gerður talgervill. Kærar þakkir fyrir ábendinguna.
Arnþór Helgason, 10.5.2010 kl. 07:21
Fyrst byrjað er að leiðrétta er rétt að geta þess að Björn var Gunnlaugsson ekki Gunnlaugsen
Kjartan Sigurgeirsson, 10.5.2010 kl. 12:06
En hvernig er það Arnþór ! Veist þú hvort hundurinn hafi fengið orðu frá eigandanum fyrir athæfið , sem og sumir aðrir hundar í hinu íslenska samfélagi hafa fengið ?
Hörður B Hjartarson, 12.5.2010 kl. 16:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.