Á meðan ég notaði Outlook 2003 varð ég var við að nokkrir einstaklingar fengu ekki póst frá mér. Hann virtist annaðhvort lenda í póstsíu eða hreinlega ekki skila sér. Ekki bar á þessu þegar ég notaði Outlook Express.
Nú virðist sama sagan endurtaka sig. Póstur, sem skrifaður er í Outlook 2007 skilar sér ekki til allra. Þannig lenti ég í talsverðum vandræðum vegna samskipta minna við Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið og þau leystust ekki fyrr en ég fór að nota Outlook Express. Leikur mér jafnvel grunur á að starfsumsókn, sem ég sendi í tölvupósti, hafi ekki komið fram.
Mér hefur verið bent á thunderbird frá Mosilla sem örugga leið til póstsamskipta. Það póstforrit hefur ekki verið aðgengilegt til þessa en sennilega hefur nú verið ráðin bót á.
Ókosturinn við Outlook Express er sá að það fer yfirleitt fram á að þjappa póstinum saman og tefur þannig fyrir manni. Hins vegar eru allar leitaraðgerðir og sitthvað annað mun einfaldara þar en í Microsoft Outlook.
Meginflokkur: Tölvur og tækni | Aukaflokkar: Bloggar, Dægurmál, Vefurinn | 11.5.2010 | 09:22 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 319774
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég hef tekið þann kostinn að halda mig við Outlook Express og gefist það vel. Hins vegar bjálfaðist ég til að láta hann þjappa póstinum saman einhvern tíma nú í vetrarlok og síðan hef ég ekki fundið tangur né tetur af því sem þar var. Kanntu einhver ráð til að komast í gamla samþjöppun?
Sigurður Hreiðar, 11.5.2010 kl. 11:40
sem gamall microsoft karl þá get ég fullyrt að hotmail er betri en outlook express anytime..
Óskar Þorkelsson, 11.5.2010 kl. 15:56
Ég hef ekki átt í neinum vandræðum með að endurheimta gamlan póst. Hægt er að flytja póstinnúr þjöppuðu skránum með Import skipuninni í File valmyndinni.
Vona að þetta dugi.
Í ljós kom að starfsumsóknin hafði borist en ég ekki verið ráðinn.
Arnþór Helgason, 11.5.2010 kl. 18:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.