Það er fleira sem vekur furðu. Ber þar hæst þá staðreynd að Íslendingar skyldu ekki hafa lögfest samkomulag um handtökur grunaðra sakamanna. Þótt Sigurður Einarsson sleppi að sinni undan íslenskri réttvísi herma aðrar heimildir að þess verði skammt að bíða að bresk yfirvöld hafi hendur í hári hans því að ýmsir þar í landi telja sig eiga talsvert vantalað við þennan ágæta mann.
Allur þessi vandræðagangur minnir mig nokkuð á vandræðaganginn í Kínverjum eftir að þeir opnuðu landið fyrir erlendum viðskiptum. Þá kom í ljós að viðskiptalöggjöfin var frumstæð og réð ekki við ýmislegt sem upp kom í samskiptum við aðrar þjóðir. Notfærðu ýmsir japanskir kaupsýslumenn sér þetta og mökuðu krókinn á kostnað kínverskrar alþýðu. Nefnd skulu tvö dæmi:
Japönsk bílaverksmiðja seldi fjölda gamalla leigubifreiða til Kína. Þær voru allar fyrir vinstrihandarumferð. Kínverjar gátu ekki skilað bílunum þviað þeir fengust með afslætti og voru greiddir út í hönd.
Annað japanskt fyrirtæki seldi Kínverjum olíuskip sem einnig voru greidd út í hönd. Skipin höfðu verið notuð til eiturefnaflutninga og voru farin að tærast. Þau urðu ónothæf eftir skamman tíma.
Þessar sögur og fleiri birti alþjóðaútvarpið í Beijing í upphafi 9. áratugarins og aðrar sagði mér japanskur piltur sem hafði dvalist við nám í Kína og kynnt sér kínverska viðskiptalöggjöf. Hann sagði ærið verk að vinna að nothæfri löggjöf í landinu þar sem lagaumhverfi væri allt hið frumstæðasta.
Hið sama er upp á teningnum hér á landi. Lagaumhverfi og reglugerðir eru frumstæðar á mörgum sviðum og taka ekki á ýmsum vandamálum sem upp kunna að koma í samskiptum manna. Ástæðan er m.a. sú að Sjálfstæðisflokkurinn lofsöng árum saman frelsið - óheft frelsi til orða og athafna- óheft frelsi sem leiddi af sér hagsæld, velsæld, auðlegð, framleiðni, auðsköpun o.s.vr. allri þjóðinni til heilla. Ekki mátti setja reglur um nokkurn skapaðan hlut og viðurlög áttu menn að forðast eins og heitan eldinn. Töldu sumir að rekja mætti þennan hugsunarhátt til óheftrs athafnafrelsis þjóðveldistímans - gullaldar íslensks lýðræðis - höfðingjaveldis goðanna
Í öðrum leiðara Morgunblaðsins í dag er jafnvel látið að því liggja að skilanefndir gömlu bankanna hafi látið ýmsa gjörninga fyrnast vegna tengsla við gjörningamennina. Kannski er þetta satt. Einnig geta þetta verið dylgjur en þær einkenna nú mjög skrif leiðarahöfunda(r) Morgunblaðsins og gerir leiðarana ekki jafntrúverðuga og þeir voru stundum áður. En hvað sem því líður, vondum leiðurum eða góðum hjá Mogganaum og meintri sviksemi og klíkuskap skilanefndarmanna þá fer ekki hjá því að Íslendingar rífi nú í hár sitt og skegg, nagi sig í handarbökin og borði á sér neglurnar í angist yfir því hve vanburðugt og frumstætt lagaumhverfið hér á landi er. Það er vart nema von. Íslendingar eru frumstæðir í hugsun. Meira um það síðar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 13.5.2010 | 23:22 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll. Það er útbreiddur misskilningur að lög um kyrrsetningu eigna hafi fyrst verið sett á Alþingi í vor. Slík lög hafa verið í gildi frá 1990 og margsinnis verið gripið til þeirra á þeim tíma. Þó auðvitað hafi aldrei fyrr en eftir bankahrun verið svo gríðarlega miklar ástæður til að beita þessum lögum. En það sem gerðist þá var það sama og með svo mörg önnur lög. Menn ákváðu að beita þeim ekki og báru fyrir sig misvitlausum afsökunum og lagaþvælu eins og að menn séu saklausir þar til sekt er sönnuð. Það er eins og það að menn hafi ekki verið dæmdir fyrir einhver ótiltekin brot fyrri þá frá því að þurfa að hlíta þessum lögum. Svona er spillingin á Íslandi.
Jón Pétur Líndal, 14.5.2010 kl. 00:58
Þakka þér þessa leiðréttingu. Auðvitað hefði ég átt að vinna heimavinnuna mína betur. Hafa skal það er sanara reynist.
Arnþór Helgason, 14.5.2010 kl. 08:52
Maður er mest hræddur um að það verði ekkert eftir til að hirða af þessum andskotum eftir öll málaferlin,þó það sé ljúft að sjá þá fá dóma,þá er ljúfara að eitthvað skili sér heim og minnki skaðann.
Væri ekki ráð að bjóða þeim öllum að afsala sér öllum eignum bæði fasteignum og bankainnistæðum,í skiptum fyrir væga dóma.
Friðrik Jónsson, 14.5.2010 kl. 10:33
Spurningin er bara hvort um einhverjar eignir er um að ræða. Var þetta ekki allt ein spilaborg, sem hrundi?
Björn Emilsson, 14.5.2010 kl. 17:45
Þetta var vissulega spilaborg sem hrundi, en samt ekki fyrr en búið var að hirða alla raunverulega peninga út úr kerfinu. Og hvar eru þeir nú? Það er stóra spurningin.
Jón Pétur Líndal, 14.5.2010 kl. 19:26
Sæll Arnþór,
Jú þetta var spilaborg, en það var búið að spóla inn peningum í bankana árum saman og tæma þá út. Í Október 2008 þá hurfu um 7 þúsund milljarðar úr eignasöfnum bankanna - þau fóru úr tæpum 12 þúsund milljörðum niður í rúma 4 þúsund milljarða. Þessa peninga var búið að búa til sem eignir í félögum sem áttu ekkert, en fengu lán til þess að kaupa bréf sem voru síðan seld og svona gekk svikamyllan áfram og hefði gengið í eitt eða tvö ár í viðbót ef Lehman Brothers hefði ekki hrunið um miðjan September 2008 og Bandaríski seðlabankinn tók AIG yfir, sem nánast frysti alla banka í heimi.
Það fengust engin lán, ekkert fjármagn og íslensku bankarnir voru gersamlega galtómir eftir að allt hafði verið hreinsað út úr þeim og það tók aðeins 3 vikur fyrir spilaborgina, pýramídaspilið, að hrynja. Þessir penginar sem voru teknir út úr bönkunum voru m.a. til reksturs fyrirtækja svo sem Bónus samsteypunnar sem var algerlega á hvínandi kúpunni því þessi fyrirtæki voru blóðmjólkuð af fámennum hópi eigenda - útrásarvíkingunum sem ég hef endurnefnt eyðimerkurdrengina því þeir skildu eftir sig slóð algerrar eyðingar hvar sem þeir stungu niður fæti. Ponzi svik eins og eyðimerkurdrengirnir stóðu á bak við geta ekki gengið óendanlega, því þau vinda hraðar og hraðar upp á sig og get aðeins endað á einn veg: hruni.
Það er skelfilegt til þess að hugsa að þetta hefði getað gengið áfram og þá hefði mjög sennilega orðið þjóðargjaldþrot á Íslandi. Einstaklingar og fyrirtæki hefðu orðið gjaldþrota í hrönnum og ríki og seðlabanki ekki getað staðið við skuldbindingar sínar og orðið gjaldþrota. Eyðimerkurdrengjunum stóð nákvæmlega á sama. Það kom þeim ekkert við hvort þeir tækju þjóðina með sér í fallinu. Þeir höfðu sitt góss út úr þessu og það var það sem skipti öllu máli.
Kveðja,
Arnór Baldvinsson, 16.5.2010 kl. 03:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.