Nætur stund í Heiðmörk og góð kona gulli betri

Upp úr miðnætti aðfaranótt 15. maí á því herrans ári 2010 fórum við Elín í hljóðritunarleiðangur. Fyrst var haldið út á Seltjarnarnes. Þar var hvasst, fáir fuglar komnir á kreik og tilgangslaust að reyna að hljóðrita með þeim búnaði sem ég hafði meðferðis.

Eftir að hafa komið við í Fossvogsdalnum og áttað okkur á því að hávaðinn var of mikill frá borginni, sem svaf ekki, var haldið upp í Heiðmörk og staðnæmst við Vígsluflöt. Þar stillti ég upp hljóðnemum og hófst handa.

Fuglasöngurinn var fremur lágvær. Þrestir sungu og hrossagaukur framdi a.m.k. þrenns konar hljóð.Í lok hljóðritsins létu lóa, himbrimi og fleiri fuglar til sín taka. Væri fróðlegt að lesendur þessarar síðu hlustuðu á hljóðritið, nytu söngsins, andardráttar náttúrunnar og ómsins frá næturlátum borgarinnar. Um leið geta þeir reynt að greina þá fugla sem ekki eru nefndir í þessumpistli. Slóðin er

http://hljod.blog.is

Eftir rúmlega 20 mínútna hljóðritun tók Nagra-tækið að láta vita af því að senn væru rafhlöðurnar tómar. Ef til vill hefur það eytt meira rafmagni vegna þess að hitinn var einungis 4 stig á Celsíus samkvæmt hitamæli bifreiðarinnar og rafhlöðurnar tæpra þriggja ára gamlar.

Ég hætti því hljóðritun og ákvað að hafa samband við Elínu sem beið í bílnum nokkur hundruð metra frá. En það var fleira sem hafði orðið kuldanum að bráð. Farsíminn var ekki í lagi. Ég náði engu sambandi með honum og greip því til þess ráðs að anda djúpt og kalla svo á Elínu. Fyrsta svarið var endurómur nærstaddra trjáa og e.t.v. einhverra hæða. Ég kallaði því enn og svaraði þá Elín. Skömmu síðar kom hún og vitjaði mín.

Góð kona er gulli betri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

komdu hingað í heimsókn. hávaðinn í fuglunum yfirgnæfir umferðagnýin frá E18 í Asker ;)

Óskar Þorkelsson, 16.5.2010 kl. 11:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband