Nú er krafa dagsins að upplýst verði hverjir veittu fé úr sjóðum sínum í vasa verðandi þingmanna. Einn hefur þegar sagt af sér vegna fjáraflastarfsemi sinnar og viðmælendur undirritaðs telja að fleiri hljóti að fylgja á eftir. Guðlaugur Þór hefur nú hreinsað til í ranni sínum og borið á borð upplýsingar um suma sem veittu honum styrki. Þó bregður svo undarlega við að sumra er ekki getið - vegna þess að þeir vildu ekki opinbera skoðanir sínar eða vegna þess að einhverjir eru látnir.
Með því að taka slíka afstöðu er eins og þingmaðurinn setji suma stuðningsmenn sína á sakamannabekk og um leið viðurkennir hann hvað fjárfrekt framboðsbrölt er í raun óeðlilegt. Þá virðist jafnframt ljóst að einhverjir hafi fyllst slíkri sektarkennd að þeir vilji ekki láta orða sig við gjafir handa þingmanni.
Vinnubrögð Guðlaugs Þórs Þórðarsonar eru vart til þess fallin að auka traust almennings á honum eða Sjálfstæðisflokknum. Betur má ef duga skal.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 5.6.2010 | 12:01 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 319699
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hverjir veita styrkina skiptir í sjálfu sér ekki máli, ef þeir kjósa nafnleyndar er það vegna þess að þeir skammast sín.
Hverir þyggja þá er hinsvegar annað mál, þeir eru sekir gagnvart kjósendum og siðlausir að auki. Allir styrkþegar á þingi eiga að segja af sér, enginn styrkþegi á að geta komið í þeirra stað. Skiptir þar engu hversu háir styrkirnir eru né hver greiddi þá. Þetta gæti vissulega orðið til þess að ansi fáir núverandi þingmenn sætu eftir og að ansi langt niður eftir varamannalistunum þyrfti til að manna þingið.
Ef auka á tiltrú fólks á þinginu verður að fara þessa leið. Þá er um leið búið að þurka út styrkveitendur.
Það er útilokað að ætla að setja einhver mörk um hámarksstyrki, annað hvort eru stykir í lagi eða ekki! Við höfum þegar séð hvað styrkjakerfið getur gert, nú er að sjá hvað gerist ef styrkir eru bannaðir með öllu. Vonandi fáum við heilbrigðara þing.
Gunnar Heiðarsson, 6.6.2010 kl. 09:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.