Lokahnykkur Listahátíðar

Óperuveisla Kristins Sigmundssonar var fágæti og vel við hæfi að enda listahátíðina að þessu sinni með einhverjum ástsælasta söngvara Íslendinga um þessar mundir.

Mér var boðið í þessa veislu. Gestgjafinn, Sigtryggur bróðir, fékk miða á aftasta bekk og kveið ég því að sitja þar. En viti menn - hljómburðurinn er þar skárri en tveimur röðum framar. Heildaráferð tónlistarinnar skilaði sér prýðilega þótt e.t.v. hafi örfá smáatrið farið fortörðum.

Jafnvægi söngvara og hljómsveitar var með ágætum og flutningur Kristins hreint undursamlegur á köflum. Ég mæli eindregið með því að aðdáendur hans og reyndar allir sem unna sígildum tónverkum hlusti á prýðilegt hljóðrit Ríkisútvarpsins af tónleikunum sem útvarpað var í dag.

http://dagskra.ruv.is/ras1/4528801/2010/06/06/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband