Klíkulistinn á Akureyri

Sunnlendingum hefur einatt þótt Akureyringar skrýtnir og sama finnst Akureyringum um sunnlendinga. Það heimskulegasta sem Akureyringum hefur þó dottið í hug er að skipta svo gersamlega um meirihluta að eins manns listinn, L-listinn (nafngiftin er akureyrsk) fékk hreinan meirihluta í bæjarstjórn. Það væri ósanngjarnt að halda því ekki til haga að ýmsir mætir einstaklingar gengu til liðs við Odd Halldórsson, fólk sem vildi bæta heiminn og vill sjálfsagt enn.

Þeim, sem héldu að L-listinn á Akureyri yrði fordæmið sem menn völdu til að skapa nýtt Ísland, hlýtur að hafa svelgst á við að heyra fréttir Ríkisútvarpsins í kvöld. Þar er helst að skilja að menn þurfi helst að vera tengdir stofnanda listans til þess að komast til áhrifa. Oddur reyndi að malda í móinn og benda á fjölskyldutengsl innan Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks og hélt því fram að Samfylkingin væri í raun eign einnar fjölskyldu.

Það versta sem stjórnmálaforingjar gera ættingjum sínum er að skipa þá í æðstu trúnaðarstörf. Þótt þetta tíkist í litlum bæjarfélögum og innan smáflokka eins og á Seltjarnarnesi verður að telja vafasamt að til slíkra ráða þurfi að grípa í jafnfjölmennum kaupstað og Akureyri sem var eitt sinn annar stærsti kaupstaður landsins. Klíkuskapur og fjölskyldutengsl innan stjórnmálaflokka eru litlu skárri en sifjaspell og fela ís ér glötun (L-listinn er víst ekki eiginlegur stjórnmálaflokkur heldur "á öðrum basa" eins og Oddur sagði, hvað sem hann á við." . Oddur Halldórsson virðist þegar hafa lagt af stað í sína glötunargöngu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er L-listinn ekki það sem kallað hefur verið fjölskylduvænn flokkur?

Emil (IP-tala skráð) 7.7.2010 kl. 00:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband