Hefði fólk fengið í hendurnar ávísun á erlendan gjaldeyri og selt hana til þess að greiða með húsnæðis- eða bílalán, hefði þetta sama fólk þurft að kaupa gjaldeyri í hvert skipti og greitt var af lánunum. Þá hefði skuldabyrðin vaxið talsvert þegar gengið féll, en launin voru víst ekki gengistryggð.
Þótt ljóst sé að dómur Hæstaréttar komi ýmsum vel en auki um leið misréttið í garð annarra verður á það að líta að þeir sem tóku myntkörfulánið lifðu í þeirri trú að vextir af þeim yrðu lægri en innlendir vextir og jafnvel reiknaði starfsfólk bankanna út fyrir lántakendur hversu mikið krónan mætti falla til þess að erlendu lánin yrðu óhagstæðari.
Um miðja síðustu öld tók Slippurinn í Vestmannaeyjum erlent lán og hækkaði það jafnt og þétt eftir því sem gengi krónunnar lækkaði. Enginn talaði þá um gengistryggt lán heldur sættu menn sig við gengisfellingarnar og þær afleiðingar sem þær höfðu.
En rétt skal vera rétt. Erlend lán skulu vera í erlendum gjaldeyri og reiknast samkvæmt því. Innlend lán verði þá innlend lán og reiknist í íslenskum krónum án gengistryggingar. Svo einfalt er það. Er það einhver goðgá þótt lágstéttirnar græði? Svo spurði Styrmir Gunnarsson og er sú spurning endurtekin hér.
Gallinn er bara sá að sumir úr lágstéttunum tóku innlend lán og sitja eftir í súpunni. Einhverjir verða einhvern tíma að taka afleiðingum gjörða sinna.
350 milljarða tilfærsla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Fjármál | 8.7.2010 | 10:26 | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 319697
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það var einmitt það sem lánþegar gerðu, þeir greiddu hverja afborgun og vexti á gengi þess gjaldmiðils sem lánið var tryggt í, þannig að það er þvættingur að það hefði þyngt greiðslubyrði að fá lánið greitt í erlendri mynt.
Kjartan Sigurgeirsson, 8.7.2010 kl. 11:25
Hugsað upphátt: Íslenskur banki lánar íslenskar krónur til aðila sem kaupir fyrir þær hús eða bíl á Íslandi og hefst svo handa við að vinna sér inn íslenskar krónur til að geta greitt skuldina til baka.
Bankinn hins vegar er með lán í erlendri mynt og þarf að greiða þá skuld til baka í erlendri mynt. Hann er því að taka áhættu með því háttalagi að lána jafnvirði fjárins í krónum nema honum takist að fá einhvern til að taka þá áhættu alfarið á sig, þ. e. þann sem tók krónulánið.
Á útborgunardegi lánsins er bankinn skuldbundinn til að greiða hinum erlenda lánveitanda td. $1000 til baka. Það eru IKR 69.500. Eftir árið þarf að innheimta 95.000 eða 120.000 til þess að hafa upp í þúsund dollarana.
Jón okkar Jónsson skuldar bankanum 69.500 með áföllnum vöxtum í venjulegu hagkerfi; 69.500 plús verðtryggingu plús vexti í póst-Ólafslaga-hagkerfi; 95.000 eða 120.000 plús (lága) vexti miðað við að taka á sig áhættu bankans af gengis-möndli í lánastarfsemi.
Spurt er: telst það ábyrg framganga, af hálfu bankans og af hálfu lántakenda, að gangast undir fjárhagsskuldbindingar sem eru seldar undir allt annað efnahagsástand en maður sjálfur starfar í? Það hefur verið varað við því að hafa tekjur í einni mynt og skuldir í annarri. Hið sama á væntanlega við í þessu dæmi, með gengistryggðu lánin og undan því verður vart komizt með öðru en vísun í veika stöðu lántakenda vis a vis bankanna.
Jón okkar Jónsson er ekki eins klár og bankaliðið og því hægt að plata hann. Það er helzta vörnin.
Flosi Kristjánsson, 8.7.2010 kl. 13:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.