Á Flúðum leigðum við bústað af Kennarafélagi Íslands og vorum þar fram á fimmtudagskvöldið 8. júlí.
Okkur til mikillar ánægju voru Árni og Elfa með litlu piltana hjá okkur í tvær nætur og Unnur vinkona okkar heimsótti okkur líka. Við Árni hjóluðum frá Flúðum að Hvítárdal og aftur heim á leið á innan við klukkustund og er það allsæmilegt miðað við að ég er ekki sérstaklega vel á mig kominn. Síðan hjóluðum við Elín að Skaftholti sem er um 28 km leið og aftur heim á leið samdægurs. Við héldum tæplega 18 km meðalhraða og þótti okkur það harla gott. Daginn eftir var Hrunahringurinn farinn.
Við nutum menningar í ríkum mæli. Sóttum við tónleika í Skálholti bæði á sunnudag og í gærkvöld. Hafa sunnudagshljómleikunum þegar verið gerð skil á blogginu.
Á leiðinni til Reykjavíkur komum við hjónin við á sunnlenska bókakaffinu og hittum son Bjarna Harðarsonar. Ætli hann sé þá ekki einnig sonur Elínar Gunnlaugsdóttur? Prýðis piltur. Stóðst ég ekki mátið eftir gott kaffi og lék lag mitt Hugsað til Grikklands frá vorinu 1967. Það hef ég hvergi leikið nema heima hjá mér frá því að við tvíburarnir fluttum það á seinni ferð okkar með Magnúsi Sigurðssyni, skólastjóra, árið 1967 þegar við bræður og móðir okkar fórum austan úr Öræfum austur og norður um og enduðum á Patreksfirði. Var safnað fé handa Hjálparsjóði æskudólks. Hvar skyldi sá sjóður nú niður kominn?
Magnús Bergsson var einnig á Flúðum með eiginkonu og syni. Áttum við ánægjuleg samskipti. Kom okkur saman um að erfitt væri orðið að finna kyrra staði á Íslandi sem ekki væru mengaðir af vélarhljóðum nútímans.
Dvölin á flúðum skilaði af sér nokkrum hljóðritum sem eru á http://hljod.blog.is. Eru það einkum vindurinn, regnið og fuglarnir sem leika þar stærstu hlutverkin.
Flokkur: Ferðalög | 9.7.2010 | 00:53 (breytt 10.7.2010 kl. 10:14) | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 3
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 319781
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.